Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 68

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 68
66 og forðum. Og Guglielmo var farinn að álykta, að móðir hans hefði ekki dæmt önnu rétt, að öllu leyti. Aftur mannamál í forstofunni. Einhver mælti í hálfum hljóð- um við þernuna. Guglielmo kipptist við. Hann þekkti þessa rödd. Svo voru dymar opnaðar og Anna gægðist inn: „Það er ég, Guglielmo. Má ég koma inn?“ Hann svaraði engu, honum leið eins og manni sem komið hefir verið að óvörum og eitthvað hefir orðið uppvíst um — en Anna kom til hans, róleg án þess að hika. „Ég leit inn til þess að fá vitneskju um hvernig liði.“ Guglielmo var eitthvað svo viðutan, að hún fann til með hon- um og sagði hlýlega: „Guglielmo — þú ert kvíðinn —“. „Nei,“ sagði hann, „læknirinn er kominn.“ Allt í einu náði sú hugsun sterkum tökum á honum, að Anna hefði áhuga fyrir því, sem var að gerast, af því að hún hafði bælt niður ásthneigð, vildi sjálf verða móðir — en þessi hugsun jók á rótið í huga hans, — hann var sjálfur svo varfærinn og í hans huga var áður logn. Ósjálfrátt leit hann á hinn fagra líkama önnu, — hvílíkt vaxtarlag! Hún var ímynd hinnar fullkomnu móður. „Seztu niður sem snöggvast, Anna. Það var vinsamlegt af þér að líta inn.“ Rödd hans hljómaði annarlega. Anna horfði á hann undrandi, en sagði ekkert. Svo bar hún upp spurningu: „Vanhagar þig um eitthvað? Get ég orðið þér að liði?“ Það var nú komin röðin að honum að svara. En áfram ríkti þögn. Það var eins og þau hefðu villst og gengju í hring. Það var eins og þau bæði legðu við hlustimar, byggjust við að heyra ein- hvern óm, bergmál — að gamlar endurminningar myndu koma fram í hugann á nýjan leik, eða hugsanir, Ijúfar hugsanir, aldrei í ljós látnar. En allt í einu rauf Guglielmo þögnina og bar upp furðulega spumingu, og hún virtist enn furðulegri, af því að það var þessi hlédrægi maður sem bar hana fram. En það hlýjaði önnu. Það var eins og ástaratlot óframfærins unglings. „Þú ert svo blíð og góð í þér, Anna ... af hverju hefirðu ekki gifzt?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.