Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 68
66
og forðum. Og Guglielmo var farinn að álykta, að móðir hans
hefði ekki dæmt önnu rétt, að öllu leyti.
Aftur mannamál í forstofunni. Einhver mælti í hálfum hljóð-
um við þernuna. Guglielmo kipptist við. Hann þekkti þessa rödd.
Svo voru dymar opnaðar og Anna gægðist inn:
„Það er ég, Guglielmo. Má ég koma inn?“
Hann svaraði engu, honum leið eins og manni sem komið hefir
verið að óvörum og eitthvað hefir orðið uppvíst um — en Anna
kom til hans, róleg án þess að hika.
„Ég leit inn til þess að fá vitneskju um hvernig liði.“
Guglielmo var eitthvað svo viðutan, að hún fann til með hon-
um og sagði hlýlega:
„Guglielmo — þú ert kvíðinn —“.
„Nei,“ sagði hann, „læknirinn er kominn.“
Allt í einu náði sú hugsun sterkum tökum á honum, að Anna
hefði áhuga fyrir því, sem var að gerast, af því að hún hafði
bælt niður ásthneigð, vildi sjálf verða móðir — en þessi hugsun
jók á rótið í huga hans, — hann var sjálfur svo varfærinn og í hans
huga var áður logn. Ósjálfrátt leit hann á hinn fagra líkama önnu,
— hvílíkt vaxtarlag! Hún var ímynd hinnar fullkomnu móður.
„Seztu niður sem snöggvast, Anna. Það var vinsamlegt af þér
að líta inn.“
Rödd hans hljómaði annarlega. Anna horfði á hann undrandi,
en sagði ekkert. Svo bar hún upp spurningu:
„Vanhagar þig um eitthvað? Get ég orðið þér að liði?“
Það var nú komin röðin að honum að svara. En áfram ríkti
þögn. Það var eins og þau hefðu villst og gengju í hring. Það var
eins og þau bæði legðu við hlustimar, byggjust við að heyra ein-
hvern óm, bergmál — að gamlar endurminningar myndu koma
fram í hugann á nýjan leik, eða hugsanir, Ijúfar hugsanir, aldrei
í ljós látnar. En allt í einu rauf Guglielmo þögnina og bar upp
furðulega spumingu, og hún virtist enn furðulegri, af því að það
var þessi hlédrægi maður sem bar hana fram. En það hlýjaði
önnu. Það var eins og ástaratlot óframfærins unglings.
„Þú ert svo blíð og góð í þér, Anna ... af hverju hefirðu ekki
gifzt?“