Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 70
68
Hún var farin. Guglielmo stóð þarna einn, lostinn skelfingu,
yfir því sem hann hafði hugsað og sagt. Honum fannst allt ljóst
nú, það var eins og hrópað væri í eyru hans:
„Skilurðu ekki?“
Nei, hann hafði ekki skilið neitt. Hann hafði látið móður sína
leiða sig. 1 blindni hafði hún leitt hann út á brún, þar sem var
hyldýpi fyrir neðan. Nú var hann ekki í vafa lengur um allt, sem
gerst hafði. Nú sá hann allt í sínu rétta Ijósi. Hversu oft bar það
ekki við, er hann gekk á fund önnu, að það var sem andlit henn-
ar ljómaði, er hún sá, að það var hann, sem kominn var. Þegar
heimsóknir hans fóru að strjálast var hún döpur. Og svo veiktist
hún. Og svo liðu öll þessi ár, og hún leitaði ekki hamingju í faðmi
neins annars ... en því hafði hún aldrei sagt neitt? Fannst henni,
að hún lítillækkaði sig með því? Eða var hún smeyk um, að hann
mundi vísa henni á bug? Nei, hún hafði miskilið hann, eins og
hann hafði misskilið hana.
Og nú? Þessi óvænta opinberun! Anna hafði skipt litum, hönd
hennar titrað ... Hún elskaði hann enn. „Nei,“ sagði hann svo
við sjálfan sig, „það getur ekki verið“. — En hjartað sló ákaft í
brjósti hans — hún elskaði hann, hún elskaði hann.
En hann nam skyndilega staðar á þessum hugsanaferli og það
var sem sál hans andvarpaði nístingssáran ... á þessari stundu
var bam að fæðast, í húsi hans, hold af hans holdi og bein af
hans beinum, barn hans, og líf þess var framhald lífs hans á jörð-
unni. En hann sat þarna og hugsaði um sína glötuðu gæfu, þegar
mikil hamingja loks barst honum — honum yrði í dag sonur fædd-
ur. Og þó gat hann ekki hrundið frá sér hugsununum um önnu.
Það var allt svo óljóst, en einhvern veginn fannst honum, að
hamingjan, sem hann hafði farið á mis við og hin nýja, mikla
hamingja, hlytu að sameinast, og fullkomnast, og upphefja hvor
aðra ...
„Guglielmo!“
Læknirinn stóð fyrir framan hann fölur og fár.
Guglielmo spratt á fætur og spurði:
„Hvað er — er nokkuð að?“
„Já,“ sagði læknirinn alvörugefinn. „Hún er í mikilli hættu. —
Það skeður svo margt óvænt stundum. Ég hefi enn von — en ég