Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 71
69
verð kannske að kveðja til skurðlækni. Mér fannst réttara að
segja þér frá því
Guglielmo riðaði. Hann hugsaði um þjáningar Irene, hvað hún
yrði að þola ...
„Og ég verð að bera upp spurningu,“ hélt læknirinn áfram.
„Rödd samvizku þinnar mun svara. Ef ég get aðeins bjargað —
annað hvort móður eða bami —“
„Hvað segirðu?" spurði Guglielmo náfölur.
„Við verðum að horfast í augu við allt, eins og það er. Læknis-
þekking mín og reynsla getur aðeins bjargað henni — eða barninu.
ekki báðum — um það er engin vissa ... Hugleiddu svar þitt.“
Það var sem eldingu hefði lostið niður og Guglielmo sá fram-
tíðarbraut sína upplýsta fram undan — framtíðarbrautina, ef
hann félli fyrir freistingunni, sem forlagadísirnar héldu fyrir aug-
um hans sem agni. Sonur yrði honum fæddur. Og Anna beið hans
— og hamingjan. Allt mundi breytast. Allt yrði endurnýjað. Dag-
arnir yrðu ekki gráir, litlausir. Nei, það yrðu sólbjartir, hlýir
dagar. Það sem hann einu sinni hafði um dreymt, mundi rætast.
... Ef Irene dæi mundi hann ganga að eiga önnu----------og nú
þurfti hann ekki annað en segja tvö orð — svara spurningunni
með tveimur orðum. Hver mundi geta ásakað hann?
„Guð minn góður,“ andvarpaði hann.
„Þú elskar ekki konuna þína,“ sagði hann við sjálfan sig, „og
þú ætlar þér að vera samvistum alla ævina með konu, sem þú
elskar ekki, aleinn, sonarlaus, og allt yrði ömurlegra, því að ör-
lagadísimar hefðu vegið tvívegis í sama knérunn — tvívegis
yrðirðu að þola þá raun, að vera meinað að fá konunnar sem þú
elskar ... allt er þetta sjálfum þér að kenna ... svaraðu — segðu
þessi tvö orð — er það svo erfitt? Svaraðu, heimskingi, segðu:
„Bjargaðu baminu!“
Andartaki síðar rétti hann úr sér. Fölur sem nár, en teinréttur
stóð hann fyrir framan lækninn, horfði beint í augu hans og sagði:
„Bjargaðu móðurinni!"
(Rökkur 1942).