Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 73
71
Leið eigi á löngu, þar sem hann var iðjusamur mjög og vel-
gengni hans hélst og vinsældir, að hann safnaði miklum auði.
Keypti hann sér höll og tók sér virðulegt nafn: Maestro Basilio
da Milano.
Skömmu síðar veittist honum sú ánægja að verða þess var,
að ýmsar konur í Pisa af göfugum og góðum ættum litu til hans
þeim augum, að hann þurfti ekki að draga í efa, að þær mundu
síður en svo ótilleiðanlegar að giftast honum. Og margar voru
þær hinar ungu og fögru meyjar, sem hann fékk tækifæri til
að virða fyrir sér mæta vel. Úr miklum skara var að velja og
fór svo að lokum, að hann hneigði hug til stúlku nokkurrar, sem
hafði misst föður sinn og móður. Stúlka þessi var ekki auðug,
en ágætlega ættuð. Hún færði honum því ekki neinn auð, en átti
þó húsið, sem hún bjó í. Fór hið besta á með þeim og ól hún hon-
um nokkur böm. Liðu árin hvert af öðru, efni þeirra jukust jafnt
og þétt, og var sambúð þeirra hin bezta. Þau áttu þrjá sonu og
eina dóttur. Giftist dóttirin, er hún hafði aldur til, og einn son-
anna kvongaðist, og var hvort tveggja hjónabandið farsælt. Yngsti
pilturinn var mjög bókhneigður, en um þann þriðja er það að
segja, að hann var þrákálfur hinn mesti og talinn heimskur. Hafði
hann hina mestu óbeit á hverskonar námsiðkunum og sýndi yfir-
leitt ekki í neinu áhuga fyrir að vilja menntast og mannast. Hann
var geðillur, oft viðutan og varð engu tauti við hann komið. Tæki
hann eitthvað í sig var ógerlegt að fá hann ofan af þvl, hversu
fráleitt sem það var.
Læknirinn var að lokum til neyddur að losna við pilt þenna,
þar sem hann gat ekki með neinu móti breytt honum til batnaðar,
og afréð loks að senda hann upp í sveit, en læknirinn hafði er
hér var komið sögu, eignast nokkur sveitarsetur. Var það eitt
hans mesta ánægjuefni, er hann var þreyttur á erli og hávaða
borgarlífsins, að skreppa upp í sveit og dveljast þar á einhverju
setri sínu, sér til hressingar og hvíldar.
En um það bil tíu árum frá því er hann kom strákbjálfanum,
syni sínum, er Lazzaro nefndist, upp í sveit, sem að framan greinir,
gaus upp sótt í Pisa og hrundi fólkið niður. Fengu menn mikla
hitasótt og er hitinn fór að réna seig á menn mók, sem fæstir