Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 74

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 74
72 vöknuðu af. Var sótt þessi bráðsmitandi og mannskæð eins og svarti dauði. Læknirinn sýndi hér enn sem fyrr, hvern mann hann hafði að geyma. Lagði hann sig allan fram og vildi fúslega gera allt, sem í hans valdi stóð til þess að lina kvalir hinna sjúku, og gaf þar með öðrum læknum gott fordæmi, því að margir þeirra voru smeykir við að fara til sjúklinga um þessar mundir, og reyndi hann nú að lækna hina þjáðu sem ákafast, meðfram í von um aukinn hagnað, en veiktist sjálfur svo hastarlega að ekkert hinna ágætu lyfja hans sjálfs dugði honum, og eftir nokkrar klukkustundir hafði hann yfirgefið læknastéttina að fullu, meður því, að hann sálaðist úr pestinni. En þar með er ekki allt sagt, því að hann smitaði konu sína og alla sína nánustu, og dó hver um annan þver- an á heimili hans, unz enginn enginn stóð þar uppi að lokum, nema gömlu barnfóstra. Þetta voru skelfingartímar í Pisa og vafalaust hefðu miklu fleiri dáið af völdum sóttarinnar, ef menn hefðu ekki tekið sig upp í stórhópum og flúið borgina. Við árstiðaskipti og veðurbreytingu fór að draga úr faraldrinum, þeim, sem enn lágu veikir, fór að batna, og smám saman fóru þeir, sem flúið höfðu, að koma heim aftur. Nú var þá svo komið, að Lazzaro var orðinn stórauðugur mað- ur, því að hann erfði allar eignir föður síns og skyldmenna, sem látist höfðu í sóttinni, Eigi tók Lazzaro sér þjónalið mannmargt, því að hann réði aðeins einn þjón, barnfóstrunni gömlu til aðstoðar, en umsjón með sveitasetrunum fól hann manni nokkrum, sem hafði slíkt að atvinu. Skipti Lazzaro sér ekkert af viðskiptum og lét hann umboðsmann sinn annast allt slíkt, taka við öllu því, sem eignir hans gáfu af sér, ávaxta það, og þar fram eftir götunum. Nú var það svo, þrátt fyrir það, að Lazzaro væri „kálfur og klunni“ talinn, að þeir sem áttu gjafvaxta dætur vildu gjarnan gefa þær Lazzaro, vegna auðs hans, og voru þeirra meðal menn af göfugum, efnuðum ættum. En þegar Lazzaro var gefið eitthvað slíkt í skyn var svar hans ávallt hið sama. Hann kvaðst hafa tekið það í sig að kvongast ekki næstu fjögur ár, en þegar þau væru liðin kynni hann að fara að hugleiða eitthvað í þessa átt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.