Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 75
73
Kom hér í ljós, að hann var þrákálfur sem fyrrum. Var aldrei
unnt að fá han til þess að ræða slíkt frekar. Nú var hann ekki
í raun og veru fráhverfur skemmtunum, en þó varð honum jafn-
mikið um er hann fékk boðsbréf í hendur, og vofu við að sjá
merki krossins.
Hinum megin við götuna, þar sem Lazzaro bjó, átti heima mað-
ur að nafni Gabriello. Var hann kvæntur og átti börn, dreng fimm
ára og telpu, sem var yngri. Sá Gabriello eins vel og honum var
unnt fyrir fjölskyldu sinni með því að stunda fugla- og fiskveiðar.
Bústaður hans var fátæklegur, en net hans voru vel riðin og búr
hans haglega gerð og farnaðist honum svo vel, að hann hafði
ávallt nóg að bíta og brenna, en hér má því við bæta, að kona
hans, Santa að nafni, var slyng saumakona, og vann sér inn marg-
an skildinginn með þeirri iðju sinni.
Nú var svo ástatt, að þeir Gabriello og Lazzaro voru svo líkir,
að fæstir gátu þekkt þá að. Þeir voru eins í útliti og framkomu
og enda raddirnar. Litarhátturinn var svipaður, hár og skegg af
sama lit og þeir skáru skegg sitt með sama hætti. Þeir hefðu ekki
getað líkari verið þótt þeir hefðu verið tvíburar, og hefðu átt
að vera það, því að hvorttveggja var, að þeir voru jafngamlir
og í öllu líkir sem fyrr segir, og auk þess höfðu þeir svipaðan
smekk. Hefði Lazzaro klæðst samskonar fatnaði og Gabriello hefði
Santa fráleitt getað áttað sig á því um hvorn var að ræða, en eins
og liggur í augum uppi klæddist Gabriello að hætti alþýðumanna,
en Lazzaro bar að jafnaði skrautlegan klæðnað að auðugra manna
sið.
Lazzaro var að sjálfsögðu vel ljóst hversu líkir þeir voru, þeg-
ar hann var með Gabriello.
Nú bar svo við dag nokkurn, að Lazzaro bauð Gabriello að
matborði sínu og átu þeir dýra rétti og drukku forn vín. Ræddu
þeir Lazzaro og Gabriello um margskonar veiðiaðferðir og var
það að sjálfsögðu Gabriello, sem tíðast hafði orðið, og lýsti hann
nákvæmlega fyrir Lazzaro hinum ýmsu og margbreytilegu veiði-
aðferðum. Þótti Lazzaro að þessu hin bezta skemmtun. En mest
gaman þótti honum að frásögn fiskimannsins um veiðiaðferð,
sem hann aldrei hafði áður heyrt um getið, enda lýsti Gabriello