Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 76
74
henni sem hinni óvanalegustu viðiaðferð í heimi, og væri hún
bæði frumleg og skemmtileg. Vakti frásögnin löngun Leizzaro til
þess þegar í stað, ef unnt væri, að sjá slíkan útbúnað og hér var
um að ræða. Samkvæmt frásögn Gabriello var unnt að veiða stóra
fiska með aðferð þessari, ekki í venjulegt net eða á línu, heldur
var um einskonar dragnót að ræða. Var dragnótin eins og poki í
laginu og kafaði fiskimaðurinn með hana niður í djúpið.
„Æ, æ,“ sagði Lazzaro af óþolinmæði, „við skulum fara núna“,
en Gabriello kvaðst fús til þess, að verða við óskum hans, nú sem
endra nær.
Þetta var um mitt sumar og tíminn því hinn ákjósanlegasti.
Þegar þeir höfðu lokið við að snæða ábætisréttinn, lögðu þeir af
stað og sótti Gabriello kafnet sín og gengu þeir nú til árinnar,
hann og Lazzaro.
Fóru þeir nú sem leið liggur um Porta a Mare til Amo. Gengu
þeir þar meðfram girðingu utan í hlíðinni, en hið efra stóð hvert
tréð við annað og var svalt í forsælu þeirra. Nú mæltist fiski-
maðurinn til þess af velgerðarmanni sínum, að hann settist niður
og veitti því nána eftirtekt hvernig hann færi að.
Afklæddist nú fiskimaðurinn og vafði taugum kaf-netsins eða
dragnótarinnar um handleggi sér og háls og er hann var tilbúinn,
stakk hann sér djarflega út í ána, sem rann þar skammt frá.
Þar sem Gabriello var slyngur fiskimaður og hraustmenni gekk
honum allt að óskum og kom hann brátt upp aftur og voru átta
eða tíu vænir fiskar í netinu.
1 augum Lazzaro var þetta kraftaverk. Hann gat ekki gert
sér í hugarlund hvernig þetta væri hægt, einkanlega vegna þess,
að því er hann sagði, að það væri óhugsandi, að menn gætu séð
nokkurn hlut niðri í vatninu. Tók Lazzaro nú í sig að sannreyna
þetta sjálfur. Og þar sem þetta var í júlímánuði og heitt í veðri
flaug Lazzaro í hug, að hann hefði gott af því að fá sér svalt bað,
og ákvað hann því að reyna þetta þegar í stað. Naut hann að-
stoðar Gabriello til að afklæðast, og að því loknu leiddi Gabriello
hann til árinnar og óð út í með honum, þar sem aðgrunnt var og er
vatnið náði þeim í kné, skildi hann Lazzaro þar eftir, til þess að
hann gæti nú sjálfur reynt hina einkennilegu veiðiaðferð.