Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 79

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 79
77 Þegar nokkur stund var liðin, þótti honum tími til kominn, að láta til skarar skríða og fór að kalla á hjálp sem ákafast og hagaði sér sem líkast því, er Lazzaro mundi gert hafa. „Hjálp, hjálp,“ kallaði hann, „vesalings Gabriello er að drukkna. Ó, hann er sokkinn, hann er sokkinn.“ Brátt þustu menn út úr húsum þeim, sem næst voru, því að menn furðuðu sig mjög á köllum þessum. En Gabriello hélt áfram að kalla og veina, og grét fögrum tárum, er hann sagði frá hversu ógæfusamlega hefði tekist til fyrir vesalings fiskimanninum, vini sínum. Hann hefði kafað hvað eftir annað og alltaf komið upp með fisk, en svo skaut honum ekki upp framar. Gabriello sagðist hafa beðið um hríð milli vonar og ótta, og loks, er hann sá fram á, að slys mundi hafa orðið, kallaði hann á hjálp. Menn brostu að einfeldni hans og spurðu hann hvar Gabriello hefði sokkið og benti hann á staðinn, og malarinn, góðvinur Gabriello, fór úr öll- um fötunum og stakk sér niður í ána og kafaði. Og árangurinn var vissulega sá, að hann fann lík vesalings Gabriello, flækt í hans eigin net, við netastólpana. „Guð sé með oss“, sagði malarinn, er honum skaut upp, „hér er vesalings Gabriello, drukknaður, flæktur í sín eigin net“. Malarinn kafaði nú aftur og reyndi að losa líkið, en vinir Gabriello voru svo sorgmæddir á svip og báru sig svo aumlega, að Gabriello var í þann veginn að koma upp um sig. Tveir til fóru úr fötunum og köfuðu og loks tókst, með miklum erfiðismunum, að ná líkinu á þurrt land. Tíðindi þessi bárust fljótt og prestur var kvaddur á vettvang og var svo líkið borið á börum í næstu kirkju og þar áttu vinir Gabriello að lýsa yfir því, hvort um Gabriello væri að ræða. Ekkja Grbriello kom nú á vettvang og var hún óhuggandi. Hún barði sér á brjóst og grét sáran með litlu börnunum sínum, en enginn, sem viðstaddur var, gat varist því að tárfella, svo raunalegt var þetta allt saman, og var hinn virkilegi Gabrillo að sjálfsögðu í tölu hinna grátandi. Svo yfirkomin var hann af sorginni, að um leið og hann dró hattinn svo langt niður, að vart sást í augu hans, mælti hann við ekkjuna: „Verið hugrakkar, kona góð. örvæntið ekki, grátið ekki. Ég skal sjá fyrir yður og börnum yðar! Vesalings maðurinn yðar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.