Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 89

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 89
87 „Já, já! Ég fyrirgef yður allt. Aðeins, eins og ég sagði áðan, ég verð að segja það, sem liggur mér á hjarta. ... Ég treysti yður algerlega. Þér verðið frelsari minn, andlegur ráðgjafi minn, meist- ari, yfirráðari sálar minnar og líkama. Ég er of varfærinn, of vandur að virðingu minni, ég er of mikill dándismaður — ég er of líkur sjálfum mér, skiljið þér. Þér hafið skrifað svo margar furðulegar smásögur — svo margar óvanalegar skáldsögur — og ég hefi lifað lífi mínu svo mjög með persónunum í sögunum yðar, að mig dreymir um þær á nætuma og hugsa um þær á daginn. Stundum finnst mér, að ég sjái þær á götunum. Ég vil koma þeim á brott, — gleyma þeim um alla eilífð ...“ „Þakka yður, en ...“ „Bíðið eitt andartak. Ég á eftir að skýra fyrir yður hvers vegna ég hugsaði um yður og veitti yður eftirför. Fyrir fáum dögum sagði ég við sjálfan mig: „Þú ert asni, samskonar persóna og þig getur þú hitt á hverjum degi hvar sem er. Og þú hefir fengið í kollinn þessa flugu, að lifa dýrlegu lífi, hætta á mikið og lenda í ævintýrum, alveg eins og persónurnar í ómerkum skáldsögum. En þú hefir ekkert hugmyndaflug, svo að þú getur ekki búist við, að það falli þér í skaut að lifa slíku lífi. Það eina, sem þú getur gert, er að svipast í kringum þig unz þú finnur skáldsagnahöfund, sem skapar sérkenilegar persónur, og gefa honum sjálfan þig, líf þitt, svo að hann geti gert við það hvað sem honum sýnist, endurskapað það, gert úr því eitthvað virkilega fagurt, — eitthvað, sem enginn á von á ...“ „Þér vilduð þá, að ég .. „Eitt augnablik, herra minn. Eftir fáeinar mínútur skal ég gera nákvæmlega eins og þér viljið og þá getið þér skipað mér að þegja, þegar yður sýnist, en aðeins nú vildi ég mega tala út. Ég vil eiga mig sjálfur þetta augnablik. Ég hefi aðeins eitt að segja, og það er, að ég hefi valið yður fyrir forstjóra minn og ég gef yður líf mitt og eins mikið fé og þér þurfið til þess, að geta gert úr því það, sem ég hefi gert grein fyrir. Þér hafið nóg hugmynda- flug og yður mun veitast auðvelt að uppræta þennan hræðilega fábreytileik lífs míns. Til þessa hafið þér skipað fyrir ímynduðum persónum, látið þær lúta valdi yðar, en i dag fáið þér lifandi per- sónu í hendurnar, mann, sem talar, hlær, líður — og þér getið gert
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.