Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 89
87
„Já, já! Ég fyrirgef yður allt. Aðeins, eins og ég sagði áðan,
ég verð að segja það, sem liggur mér á hjarta. ... Ég treysti yður
algerlega. Þér verðið frelsari minn, andlegur ráðgjafi minn, meist-
ari, yfirráðari sálar minnar og líkama. Ég er of varfærinn, of
vandur að virðingu minni, ég er of mikill dándismaður — ég
er of líkur sjálfum mér, skiljið þér. Þér hafið skrifað svo margar
furðulegar smásögur — svo margar óvanalegar skáldsögur — og
ég hefi lifað lífi mínu svo mjög með persónunum í sögunum yðar,
að mig dreymir um þær á nætuma og hugsa um þær á daginn.
Stundum finnst mér, að ég sjái þær á götunum. Ég vil koma þeim
á brott, — gleyma þeim um alla eilífð ...“
„Þakka yður, en ...“
„Bíðið eitt andartak. Ég á eftir að skýra fyrir yður hvers vegna
ég hugsaði um yður og veitti yður eftirför. Fyrir fáum dögum
sagði ég við sjálfan mig: „Þú ert asni, samskonar persóna og þig
getur þú hitt á hverjum degi hvar sem er. Og þú hefir fengið í
kollinn þessa flugu, að lifa dýrlegu lífi, hætta á mikið og lenda í
ævintýrum, alveg eins og persónurnar í ómerkum skáldsögum.
En þú hefir ekkert hugmyndaflug, svo að þú getur ekki búist við,
að það falli þér í skaut að lifa slíku lífi. Það eina, sem þú getur
gert, er að svipast í kringum þig unz þú finnur skáldsagnahöfund,
sem skapar sérkenilegar persónur, og gefa honum sjálfan þig,
líf þitt, svo að hann geti gert við það hvað sem honum sýnist,
endurskapað það, gert úr því eitthvað virkilega fagurt, — eitthvað,
sem enginn á von á ...“
„Þér vilduð þá, að ég ..
„Eitt augnablik, herra minn. Eftir fáeinar mínútur skal ég gera
nákvæmlega eins og þér viljið og þá getið þér skipað mér að
þegja, þegar yður sýnist, en aðeins nú vildi ég mega tala út. Ég
vil eiga mig sjálfur þetta augnablik. Ég hefi aðeins eitt að segja,
og það er, að ég hefi valið yður fyrir forstjóra minn og ég gef
yður líf mitt og eins mikið fé og þér þurfið til þess, að geta gert
úr því það, sem ég hefi gert grein fyrir. Þér hafið nóg hugmynda-
flug og yður mun veitast auðvelt að uppræta þennan hræðilega
fábreytileik lífs míns. Til þessa hafið þér skipað fyrir ímynduðum
persónum, látið þær lúta valdi yðar, en i dag fáið þér lifandi per-
sónu í hendurnar, mann, sem talar, hlær, líður — og þér getið gert