Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 94
92
ráða, þessum manni, sem ég varð að hafa svo mikið fyrir og fara
svo margs á mis vegna. Ég var farinn að þrá heitt, að sá dagur
kæmi, er ég gæti farið heim til litlu borgarinnar, sem var full af
slæpingjum, og knæpur á hverju horni. En eftir hálfan mánuð kom
Amico Dite aftur til London, hress og kátur. Hann hafði rekist á
ítalskan vin í Edinborg. Þessi maður var celloleikari, og hafði
fluzt þangað fyrir tíu árum. Hann hafði tekið Amico Dite að sér
þarna og skemmt honum á marga lund.
En ég vildi ekki gefast upp. 1 einhverju blaði hafði ég séð
utanáskrift félags, sem hafði dulrænar rannsóknir með höndum.
Félagið var að auglýsa eftir nýjum félagsmönnum. Því var heitið
væntanlegum félögum, að þeir skyldu fá að sjá anda, — vofur, sem
töluðu — og þar fram eftir götunum. Ég skipaði Amico Dite að
ganga í þetta félag og fara þangað á hverju kveldi. Hann fór þang-
að á hverju kveldi í viku og sá aldrei neitt. En svo kom hann til
mín einn morgun og sagðist hafa séð draug, en hann hefði ekki
verið vitund betri en menn almennt, því að hann hefði stolið
vasaklútnum sínum, kippt undan sér stólnum, sem hann sat á,
togað í hárið á sér og barið sig í bakið.
,,Jæja,“ sagði hann svo, „mér finnst nú, að það hafi enn sem
komið er, ekkert óvanalegt gerst, síðan þér tókuð að yður að sjá
mér fyrir áhrifamiklum ævintýrum. Þér afsakið, þó að ég mæli
af fullri hreinskilni, — en ég held, að þér hljótið að verða mér sam-
mála um það, að yður hafi tekizt að gera persónurnar í skáld-
sögum yðar frumlegar og skemmtilegar og sýnið í því meira hug-
myndaflug en við viðfangsefni yðar í virkilegu lífi. Hugsið þér
yður bara um, hvað gerst hefir: Brottnám, einvígi, viðureign við
draug. Gat yður ekki dottið neitt betra í hug en þetta? Þetta eru
allt gömul ráð, sem menn geta lesið um í annarri hverri frakkneskri
skáldsögu. Það eru miklu áhrifameiri atburðir í verkum Hoff-
manns og Poe og snjallari hugmyndir í verkum Gaboriau og Pon-
son du Terrail. Eg botna sannast að segja ekkert í þessu. Það er
eins og hugmyndaborgin yðar sé hrunin til grunna. 1 byrjun gerði
ég allt hið sama og þér — og ég bjóst við að líf mitt mundi verða
viðburðaríkt, ævintýralegt. En ég komst brátt að þeirri niður-
stöðu, að líf yðar mundi vera eins og líf hvers annars — og að
þér munduð verða að nota allt gott og skemmtilegt, sem yður