Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 94

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 94
92 ráða, þessum manni, sem ég varð að hafa svo mikið fyrir og fara svo margs á mis vegna. Ég var farinn að þrá heitt, að sá dagur kæmi, er ég gæti farið heim til litlu borgarinnar, sem var full af slæpingjum, og knæpur á hverju horni. En eftir hálfan mánuð kom Amico Dite aftur til London, hress og kátur. Hann hafði rekist á ítalskan vin í Edinborg. Þessi maður var celloleikari, og hafði fluzt þangað fyrir tíu árum. Hann hafði tekið Amico Dite að sér þarna og skemmt honum á marga lund. En ég vildi ekki gefast upp. 1 einhverju blaði hafði ég séð utanáskrift félags, sem hafði dulrænar rannsóknir með höndum. Félagið var að auglýsa eftir nýjum félagsmönnum. Því var heitið væntanlegum félögum, að þeir skyldu fá að sjá anda, — vofur, sem töluðu — og þar fram eftir götunum. Ég skipaði Amico Dite að ganga í þetta félag og fara þangað á hverju kveldi. Hann fór þang- að á hverju kveldi í viku og sá aldrei neitt. En svo kom hann til mín einn morgun og sagðist hafa séð draug, en hann hefði ekki verið vitund betri en menn almennt, því að hann hefði stolið vasaklútnum sínum, kippt undan sér stólnum, sem hann sat á, togað í hárið á sér og barið sig í bakið. ,,Jæja,“ sagði hann svo, „mér finnst nú, að það hafi enn sem komið er, ekkert óvanalegt gerst, síðan þér tókuð að yður að sjá mér fyrir áhrifamiklum ævintýrum. Þér afsakið, þó að ég mæli af fullri hreinskilni, — en ég held, að þér hljótið að verða mér sam- mála um það, að yður hafi tekizt að gera persónurnar í skáld- sögum yðar frumlegar og skemmtilegar og sýnið í því meira hug- myndaflug en við viðfangsefni yðar í virkilegu lífi. Hugsið þér yður bara um, hvað gerst hefir: Brottnám, einvígi, viðureign við draug. Gat yður ekki dottið neitt betra í hug en þetta? Þetta eru allt gömul ráð, sem menn geta lesið um í annarri hverri frakkneskri skáldsögu. Það eru miklu áhrifameiri atburðir í verkum Hoff- manns og Poe og snjallari hugmyndir í verkum Gaboriau og Pon- son du Terrail. Eg botna sannast að segja ekkert í þessu. Það er eins og hugmyndaborgin yðar sé hrunin til grunna. 1 byrjun gerði ég allt hið sama og þér — og ég bjóst við að líf mitt mundi verða viðburðaríkt, ævintýralegt. En ég komst brátt að þeirri niður- stöðu, að líf yðar mundi vera eins og líf hvers annars — og að þér munduð verða að nota allt gott og skemmtilegt, sem yður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.