Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 99
97
valdi stóð, til þess að vinna að því, að föðurland hans næðist úr
óvinahöndum, og var náinn félagsskapur með honum og hertogan-
um Francesco Sforza, og fór hann oft til Trento og hélt stöðugt
áfram tilraunum sínum og ráðabruggi til þess að fá hertogann
til þess að hverfa aftur til Milano.
En þrátt fyrir þetta gleymdi hann aldrei konu sinni, sem hann
unni hugástum. Hann hugsaði um hana hverja stund, og það
lagðist miklu þyngra á hann, að geta ekki verið með henni eða
séð hið fagra andlit hennar, en að vera meinað að vera í Milano.
Camilla þessi, sem Cornelio unni svo heitt, var mjög ung kona.
Hún var aðeins tuttugu og eins árs og bar hún af öllum hinum
fögru konum í Milano að fegurð. Nú var það svo, að henni geðj-
aðist eigi síður að Cornelio, en honum að henni, en eigi höfðu
þessar hneigðir þeirra haft neinar alvarlegar afleiðingar. En hann
hafði elskað hana lengi og af heilum, einlægum huga, og um til-
finningar hennar í hans garð var svipað að segja, enda hryggði
það hana meira en orð fá lýst, er hann varð að hverfa á brott, og
saknaði hún hans sárt. Þau höfðu enn eigi getað rætt saman að
neinu ráði og tjáð hvort öðru ást sína munnlega, en þau höfðu
skrifazt á, og var það ekill konunnar, sem bar bréfin milli þeirra.
Gerði hann þetta af fúsum vilja. Hann hafði verið ekill móður
hennar og hafði hinar mestu mætur á Camillu. Var nú svo komið,
ef Cornelio hefði eigi horfið á braut, að þau, ef tækifæri hefði
gefizt, hefðu getað fullnægt innstu þrám sínum.
En nú bar svo við, er Cornelio bjó í Mantua, ekki sem snauður
útlagi, heldur frekar sem auðugur, aðalsmaður, virtur af öllum,
að kona af aðalsætt þar í borg varð ástfangin af honum svo mjög,
að hún greip til þess ráðs að skrifa honum og tjá honum hrein-
skilnislega frá hinni miklu ást, sem hún bar í brjósti til hans.
Sendi hún þernu sína, þá er hún bezt treysti, með bréfið, en
Cornelio ávarpaði þernuna sem hér segir:
„Kona góð, segið húsmóður yðar, að ég sé henni mjög skuld-
bundinn fyrir að hafa látið svo í Ijós, hvern hug hún ber til mín,
þar sem mér er ljóst, að hún ann mér langt um fram verðleika
mína. Veldur það mér miklum sársauka, að ég get eigi endurgold-
ið henni ást hennar, þar eð ég hefi heitið annarri konu tryggðum,
og þar sem ég er svo bundinn, get ég eigi frjáls talizt. En í sann-
7