Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 101
99
finningum, og ég efa ekki, að frændkonur mínar allar hegða sér
líkt og þær konur aðrar, sem ég hefi kynnzt. 1 samanburði við þig
er ég gamall maður, svo að ég hefi reynslu af kynnum við margar
konur. Konur, vinur minn, hvar í heiminum sem er, eru konur,
og verða aldrei annað ,og gera vanalega það, sem þeim mest leik-
ur hugur á. En þarna hírist þú, guðslangan daginn og ýfir fjaðr-
irnar eins og geðillur fálki, og neitar að drekka af þeim gleðibikar,
sem lifið réttir þér — af því að þú hyggur konuna, sem þú elskar,
engil, sem ekki líti á nokkurn karlmann annan en þig. Er ég sann-
færður um, að þú ferð villur vegar. En gerum nú ráð fyrir, að hún
elski þig og hagi sér eins og þú heldur, að hún geri (en raunar
trúi ég því ekki að hún sé svo heimsk, að sitja með krosslagðar
hendur án þess að leita nokkurrar gleði) — hvaða óvirðingu eða
tjón gerirðu henni, þar sem þú ert nú hér, þótt þú skemmtir þér
með annarri konu? Hvernig gæti hún særst af því? Gerðu hér það,
sem hug þinn lýstir, eins og við hinir, og njóttu þeirra gæða í
fyllsta mæli, sem lífið býður. Þessi hefðarkona elskar þig og segir
þér það hreinskilnislega og þess vegna ber þér að fara og endur-
gjalda henni ást hennar. Hvað viltu svo sem meira? Mundu, að
frú Gæfa er þér hliðstæð nú, en ef hún sér, að þú notar þér ekki
tækifærin, sem hún leggur þér upp í hendurnar, snýr hún við
þér bakinu. Farðu nú til hefðarkonunnar og njóttu blíðu hennar
og þegar þú ert kominn aftur til Mílano, geturðu skemmt þér með
hinni.“
Með þessum og svipuðum röksemdum öðrum reyndi ég að
hafa áhrif á hann, en hann daufheyrðist við þeim. Hann varð
staðráðinn í að koma í engu ódrengilega fram við konu þá, sem
hann elskaði, og hann bað mig að ræða þetta mál ekki frekar.
Þegar hefðarkonan fékk svar Cornelio fann hún sárt til þess
hversu auðmýkjandi þetta var og var hugsjúk mjög í bili, en
þegar kyrrð komst á í huga hennar aftur sneri hún á braut
dyggðanna, og hin heita ást, sem kviknað hafði í brjósti hennar
til Cornelio tók farsælli breytingu, því að upp frá þessu bar hún
systurlega ást í brjósti til hans og enn þann dag í dag elskar
hún Cornelio sem bróður sinn. 1 fyrsta skipti, sem þau ræddust
við, þá er hún hafði fengið skilaboð hans, lofaði hún hann fyrir