Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 105
103
að hugleiða málið á ný, áður en hann ræddi það frekar við vin
sinn. Þegar kvelda tók var hann einn og sótti eigi á hann svefn.
Fór hann nú að hugleiða þetta allt á ný og vega röksemdir Delio’s.
Þar sem nú enginn var til þess að mæla honum í móti varð löngun
hans eftir konunni í Milano, sem hann unni svo mjög, öllu yfir-
sterkari, og hann tók þá ákvörðun að hætta til lífi sínu með því
að fara til Milano.
Hann reis úr rekkju í dögun og fór til húss Delio, sem lá enn
í rúmí sínu, og sagði við hann:
„Vinur minn, Delio! Ég hefi tekið þá ákvörðun, hvað sem af
því kann að leiða, að leggja af stað í leiðangur minn að kveldlagi,
fara beint sem leið liggur til Cremona, og bíða þar, unz borg-
arhliðin eru opnuð. Mun ég þá ríða til húss vinar okkar, Girolamo,
og dveljast með honum allan daginn. Síðla um kveldið verð ég að
leggja af stað á ný og hraða ferðum mínum eins og auðið er til
Lodi í Zurlezko. Þar mun mér verða vel tekið af signor Oistarino
og mun ég gista að honum með leynd. Þar mun ég einnig dveljast
heilan dag og er kveldar legg ég af stað áleiðis til Milano, og
kem þar á þriðju stund að nóttu. Eins og þú veizt er Ticinicene-
hliðið opnað fyrir hverjum, sem að því ber að næturlagi, hafi
ferðalangurinn nokkra skildinga til þess að víkja að hliðargætin-
um. Þegar ég er kominn inn í borgina, fer ég rakleitt til húss
Ambrogio’s".
Þegar Delio sá hvað fyrir vini sínum vakti reyndi hann með
öllu móti að fá hann ofan af fyrirætlunum sínum. En þótt hann
léti einskis ófreistað hafði það engin áhrif. Cornelio var staðráð-
inn í að fara hvað sem öllum hættum leið, og sagði að lokum
við Delio:
„Fagnandi leita ég gæfu minnar, og gangi allt vel, eins og ég
vona og þrái, hvaða ástmaður væri þá hamingjusamari og sælli
en ég? Og færi allt á hinn veginn mundi mér þó ávallt huggun
í því, að kona sú, sem ég elska, mun skilja það til fullrar hlítar
og sjá það, að trúfesti mín í hennar garð var sönn, en ekki á
blekkingum og falsi byggð.“
Þegar Delio sá, að engu tauti varð komið við Cornelio, og hann
mundi hætta á allt til þess að koma áformi sínu í framkvæmd og
í engu skevta um neina erfiðleika eða hindranir, ráðlagði hann