Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 105

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 105
103 að hugleiða málið á ný, áður en hann ræddi það frekar við vin sinn. Þegar kvelda tók var hann einn og sótti eigi á hann svefn. Fór hann nú að hugleiða þetta allt á ný og vega röksemdir Delio’s. Þar sem nú enginn var til þess að mæla honum í móti varð löngun hans eftir konunni í Milano, sem hann unni svo mjög, öllu yfir- sterkari, og hann tók þá ákvörðun að hætta til lífi sínu með því að fara til Milano. Hann reis úr rekkju í dögun og fór til húss Delio, sem lá enn í rúmí sínu, og sagði við hann: „Vinur minn, Delio! Ég hefi tekið þá ákvörðun, hvað sem af því kann að leiða, að leggja af stað í leiðangur minn að kveldlagi, fara beint sem leið liggur til Cremona, og bíða þar, unz borg- arhliðin eru opnuð. Mun ég þá ríða til húss vinar okkar, Girolamo, og dveljast með honum allan daginn. Síðla um kveldið verð ég að leggja af stað á ný og hraða ferðum mínum eins og auðið er til Lodi í Zurlezko. Þar mun mér verða vel tekið af signor Oistarino og mun ég gista að honum með leynd. Þar mun ég einnig dveljast heilan dag og er kveldar legg ég af stað áleiðis til Milano, og kem þar á þriðju stund að nóttu. Eins og þú veizt er Ticinicene- hliðið opnað fyrir hverjum, sem að því ber að næturlagi, hafi ferðalangurinn nokkra skildinga til þess að víkja að hliðargætin- um. Þegar ég er kominn inn í borgina, fer ég rakleitt til húss Ambrogio’s". Þegar Delio sá hvað fyrir vini sínum vakti reyndi hann með öllu móti að fá hann ofan af fyrirætlunum sínum. En þótt hann léti einskis ófreistað hafði það engin áhrif. Cornelio var staðráð- inn í að fara hvað sem öllum hættum leið, og sagði að lokum við Delio: „Fagnandi leita ég gæfu minnar, og gangi allt vel, eins og ég vona og þrái, hvaða ástmaður væri þá hamingjusamari og sælli en ég? Og færi allt á hinn veginn mundi mér þó ávallt huggun í því, að kona sú, sem ég elska, mun skilja það til fullrar hlítar og sjá það, að trúfesti mín í hennar garð var sönn, en ekki á blekkingum og falsi byggð.“ Þegar Delio sá, að engu tauti varð komið við Cornelio, og hann mundi hætta á allt til þess að koma áformi sínu í framkvæmd og í engu skevta um neina erfiðleika eða hindranir, ráðlagði hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.