Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 107
105
þess, að hún fékk nú aftur að sjá Cornelio, sem elskaði hana svo
heitt og hana eina, því að ella hefði hann ekki hætt á að fara í
þetta ferðalag til þess að hitta hana. En hrygg var hún jafnframt
vegna þess, að innan eins eða tveggja sólarhringa mundi eigin-
maður hennar verða kominn heim aftur. Nú var það svo, að
henni hafði orði það á, að misrita í bréfi sínu til Cornelio, daginn,
sem manns hennar var von heim aftur, og þegar þar við bættist,
að Cornelio hafði ekki lagt af stað þegar, vegna þess hversu
hikandi hann var í fyrstu, fór það nú svona, að elskendurnir
höfðu nærri engan tíma til frjálsra umráða, áður en eiginmaður
Camillu kæmi aftur.
Camilla sendi klæðskerann aftur á fund Cornelio með miða,
sem á var skrifað, að hún byggist við að hitta hann á tiltekinni
stundu þennan sama dag, við hlið hallar sinnar.
Svo var ráð fyrir gert, að Cornelio kæmi grímuklæddur og
gæfi Camillu ákveðið merki, svo að hún væri viss um, að um hann
væri að ræða. Á tiltekinni stundu fór Cornelio með f jaðraskreytta
húfu og grímuklæddur, í síðum litklæðum, eins og þá tíðkaðist
meðal aðalsmanna í Milano, áleiðis til hallar Camillu. Hann fór
ríðandi og hafði lítinn, en fagran spænskan hest til reiðar.
Þegarhann nálgaðist hallarhliðið sá hann, að hún stóð þar í
miðju hliðinu og talaði við heiðursmenn nokkra. Cornelio bar nú
að. Hneigði hann höfði og gaf Camillu merki það, sem hún hafði
sagt fyrir um í bréfi sínu, en eigi mælti hann orð af vörum. Þegar
dándismennirnir sem voru að tala við Camillu, sáu að kominn
var maður nokkur grímuklæddur, skildist þeim, að hann mundi
eiga leynilegt erindi að reka við Camillu. Kvöddu þeir hana
kurteislega og knúðu múlasna sína með sporunum og riðu af
stað. Komu þeir riddaralega fram bæði gagnvart Camillu og
Cornelio (sem þeir ekki þekktu) og gátu þau nú ræðst við, án
þess nokkur truflaði þau.
Þegar þeir voru farnir, heilsaði hann hinni ungu og fögru
hefðarfrú, sem hann unni svo mjög, af miklum virðuleik, en
hún roðnaði við og var svo hrærð að hún fékk lengi engu orði
upp komið.
Þegar Cornelio virti fyrir sér Camillu, fegurri en nokkru sinni,
blossaði ástin enn hæra upp í huga hans og hann var vart með