Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 108
106
sjálfum sér, og hann undraðist næstum, að hann skyldi hafa
orðið þeirrar sælu aðnjótandi, að hún skyldi elska sig í móti.
En loks var rofin þessi unaðslega þögn, sem ríkti um stund hjá
þeim. Og þau tóku til að mæla ástarorðum hvort til annars —
hversu allt hefði farið vel — að þau gátu nú hitzt aftur og tal-
azt við.
Þau ræddust við lengi og urðu ekki fyrir neinu ónæði. Margir
menn, og sumir grímuklæddir, fóru um göturnar, og litu Camillu
í viðræðu við grímuklæddan, skrautbúinn mann, en enginn skipti
sér af því, og þau ræddust við, unz húma fór.
Camilla ávítaði ástvin sinn allmjög fyrir, að hafa lagt líf sitt
í hættu til þess að hitta sig og ásakaði hann jafnframt fyrir að
hafa ekki komið fyrr, þar sem hún ætti nú von á manni sínum
þá og þegar. Cornelio dró þá upp úr vasa sínum hennar eigið bréf
og las upp kafla úr því, og varð henni nú Ijóst, að henni hafði
orðið það á, að misrita fyrirhugaðan heimkomudag eiginmanns
síns, svo að Cornelio hafði haldið, vegna bréfs hennar, að maður
hennar mundi ekki koma fyrr en eftir viku. Samt sem áður féllst
hún á, að þau hittust næstu nótt, á fjórðu stundu, þegar þema
Camillu, sem hún treysti bezt og trúði fyrir ölu, gæfi Cornelio
merki um að honum væri óhætt að koma inn í húsið. Ef nú hins
vegar færi svo, að eiginmaður Camillu skyldi vera kominn heim,
átti að haga öllu öðru vísi. Þernan átti þá að ganga að einum
glugganum í hinum mikla forsal hallarinnar og segja:
„Ég er viss um, að ég gleymdi greiðunni minni hérna, en nú
get ég ekki fundið hana.“
Þegar Camilla hafði lofað Cornelio þessu, varð hann hinn glað-
legasti og fór nú til húss vinar síns og át léttan málsverð. Þegar
Broletta-klukkan sló fjögur högg, íklæddist hann brynju og þar
næst dró hann vetti á hendur sér og voru þeir af sama efni og
brynjan. Því næst tók hann sér sverð í hönd og lagði af stað til
hallar Camillu. Var óráðlegt á þeim tímum, að vera á ferð að
næturlagi, nema brynjaður og vopnum búinn.
Nú bar svo við, er Cornelio beið þess fyrir utan höllina, að
dymar væru opnaðar, að vopnagnýr barst skyndilega að eyrum
hans, óp og köll, og því næst æddu þar fram hjá margir menn,