Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 108

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 108
106 sjálfum sér, og hann undraðist næstum, að hann skyldi hafa orðið þeirrar sælu aðnjótandi, að hún skyldi elska sig í móti. En loks var rofin þessi unaðslega þögn, sem ríkti um stund hjá þeim. Og þau tóku til að mæla ástarorðum hvort til annars — hversu allt hefði farið vel — að þau gátu nú hitzt aftur og tal- azt við. Þau ræddust við lengi og urðu ekki fyrir neinu ónæði. Margir menn, og sumir grímuklæddir, fóru um göturnar, og litu Camillu í viðræðu við grímuklæddan, skrautbúinn mann, en enginn skipti sér af því, og þau ræddust við, unz húma fór. Camilla ávítaði ástvin sinn allmjög fyrir, að hafa lagt líf sitt í hættu til þess að hitta sig og ásakaði hann jafnframt fyrir að hafa ekki komið fyrr, þar sem hún ætti nú von á manni sínum þá og þegar. Cornelio dró þá upp úr vasa sínum hennar eigið bréf og las upp kafla úr því, og varð henni nú Ijóst, að henni hafði orðið það á, að misrita fyrirhugaðan heimkomudag eiginmanns síns, svo að Cornelio hafði haldið, vegna bréfs hennar, að maður hennar mundi ekki koma fyrr en eftir viku. Samt sem áður féllst hún á, að þau hittust næstu nótt, á fjórðu stundu, þegar þema Camillu, sem hún treysti bezt og trúði fyrir ölu, gæfi Cornelio merki um að honum væri óhætt að koma inn í húsið. Ef nú hins vegar færi svo, að eiginmaður Camillu skyldi vera kominn heim, átti að haga öllu öðru vísi. Þernan átti þá að ganga að einum glugganum í hinum mikla forsal hallarinnar og segja: „Ég er viss um, að ég gleymdi greiðunni minni hérna, en nú get ég ekki fundið hana.“ Þegar Camilla hafði lofað Cornelio þessu, varð hann hinn glað- legasti og fór nú til húss vinar síns og át léttan málsverð. Þegar Broletta-klukkan sló fjögur högg, íklæddist hann brynju og þar næst dró hann vetti á hendur sér og voru þeir af sama efni og brynjan. Því næst tók hann sér sverð í hönd og lagði af stað til hallar Camillu. Var óráðlegt á þeim tímum, að vera á ferð að næturlagi, nema brynjaður og vopnum búinn. Nú bar svo við, er Cornelio beið þess fyrir utan höllina, að dymar væru opnaðar, að vopnagnýr barst skyndilega að eyrum hans, óp og köll, og því næst æddu þar fram hjá margir menn,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.