Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 110
108
gall einn við og sagði, að hann hefði séð hávaxinn mann fara
inn í höllina með brugðinn brand, svo að yfirforingi lögreglunnar
fór þangaðog barði harkalega að dyrum og kallaði:
„Hó, hó, hleppið mér inn!“ Mælti foringinn á frakkneska tungu.
Elskendurnir urðu nú óttaslegnir mjög, sem geta má nærri,
því að þeir þóttust þess fullvissir, að einhver hefði njósnað um
ferðir Cornelio og komizt að því, að hann var í höllinni.
Camilla og Corneio höfðu aðeins nýfallizt í faðma, er barið
var að dyrum, og þarf engum getum að því að leiða, hve þeim
brá.
Cornelio var ávallt skjótráður þegar hættu bar að höndum.
Með aðstoð Camillu og þernunnar, sem komin var til þeirra var
hlaðið upp stólum, og skreið Cornelio nú inn í arinopið og upp í
reykháfinn, en í honum neðarlega voru tveir járnkrókar, sem
notaðir voru til þess að hengja á potta, og steig Cornelio á krók-
ana. Gat hann því staðið uppréttur og hélt hann enn á sverðinu.
Því næst tóku þær stólana og lokuðu herberginu og gengu til dyra:
„Hver er þar? Hver ber að dyrum?“ kallaði Camilla.
Voru nú lyklarnir sóttir. Allir, sem í húsinu voru, höfðu vakn-
að við hávaðann, kjallaravörðurinn, skjaldsveinarnir og konur
allar. Dyrnar voru nú opnaðar og Camilla kallaði af reiði mikilli:
„Hvað viljið þér á þessum tíma nætur?“
Lögreglukapteinninn, sem hafði heyrt, að höllin væri eign hins
göfugasta aðalsmanns, svaraði af mikilli kurteisi:
„Afsakið oss, frú mín góð, ef vér gerum yður ónæði á þessum
tíma nætur, en oss var sagt, að maður sá, er særði knapa nokk-
urn til ólifis hér fyrir utan höllina, hefði farið inn í húsið, og
ef svo er, verðum vér að leita hans dyrum og dyngjum og hand-
taka hann.“
Camilla, sem hafði óttast., að þeir væru að leita að elskhuga
hennar róaðist nokkuð við þetta, og svaraði:
„Ég skipaði svo fyrir, að hallardyrunum skyldi læst, er myrkti
af nóttu, þar sem eiginnmaður minn er að heiman. Veit ég því,
að enginn hefir komið inn í höllina í nótt, þar sem ég hefi sjálf
lyklana undir höndum. En til þess, að þér getið sjálfir fannsærzt,
er yður heimilt að rannsaka húsið hátt og lágt.“
Leiddi hún næturverðina fyrst af öllu inn i herbergið, þar sem