Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 111

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 111
Cornelio hímdi í reykháfinum og mændi á stjörnur heiminsins upp um opið og skalf af kulda. Næturverðirnir leituðu vandlega, undir koddum og sængum, og undir sjálfu rúminu, en einn næturvarðanna, sá, er ákafastur var í leitinni, rak bryntröll sitt í taugina, sem hélt uppi rúmþakinu, svo að hún slitnaði, en tjaldið datt niður á beðinn. Cornelio hélt niðri í sér andanum, en það glamraði í tönnum hans, því hann var kaldur og skelkaður, en til allrar hamingju heyrðu nætur- verðirnir það ekki. Nú, þar sem þeir gátu engan fundið í höllinni nema kjallara- vörðinn og skjaldsveinana, fóru þeir niður í kjallarann, því að vel gat verið að sá, er þeir leituðu að, væri falinn þar inni á milli ámanna, auk þess sem þá var hægt að nota tækifærið um leið og bragða á flestum víntegundunum. Eins og oft vill verða, þegar slíkt ber undir og það, sem hér hafði gerzt, komu nágrannarnir á vettvang af forvitni, og meðal þeirra var sá, sem hafði séð Cornelio fara inn í húsið. Þar sem nú lögregluforinginn fann ekki þorparann tók hann þá ákvörðun, að fara með þennan mann á lögreglustöðina, því að hann hugði, að hann vissi meira en hann hafði látið uppi. Þegar lögregluforinginn og menn hans voru farnir, en aðeins komnir stuttan spöl frá húsinu, kom eiginmaður Camillu heim öllu á óvænt. Varð hann forviða, sem geta má nærri, er kona hans var á fótum á þessum tíma nætur, og nágrannar hans í þyrpingu utan um hana. Camillu varð svo bylt við, er hún kom auga á mann sinn, að hún varð nábleik af ótta, en var þó snarráð á þessari stundu nýrrar hættu og sagði: „Ó, herra minn, sjáðu hvernig næturverðirnir hafa farið að ráði sínu og umturnað öllu í þessu herbergi og húsinu ölu.“ Og svo fór hún með mann sinn, hönd í hendi, inn í herbergið, þar sem Cornelio faldist, og til þess að hann gæti fengið vitneskju um, að maðurinn hennar var kominn heim, kallaði hún hátt: „Líttu á, elsku maðurinn minn, hvernig þorpararnir hafa bylt öllu um!“ Og svo skýrði hún honum frá því hvers vegna næturverðirnir hefðu komið, en það var nú sannast að segja um mann hennar, að hann var ekkert óðfús að heyra frásögn hennar um þetta,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.