Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 111
Cornelio hímdi í reykháfinum og mændi á stjörnur heiminsins
upp um opið og skalf af kulda.
Næturverðirnir leituðu vandlega, undir koddum og sængum, og
undir sjálfu rúminu, en einn næturvarðanna, sá, er ákafastur var
í leitinni, rak bryntröll sitt í taugina, sem hélt uppi rúmþakinu,
svo að hún slitnaði, en tjaldið datt niður á beðinn. Cornelio hélt
niðri í sér andanum, en það glamraði í tönnum hans, því hann
var kaldur og skelkaður, en til allrar hamingju heyrðu nætur-
verðirnir það ekki.
Nú, þar sem þeir gátu engan fundið í höllinni nema kjallara-
vörðinn og skjaldsveinana, fóru þeir niður í kjallarann, því að
vel gat verið að sá, er þeir leituðu að, væri falinn þar inni á milli
ámanna, auk þess sem þá var hægt að nota tækifærið um leið
og bragða á flestum víntegundunum. Eins og oft vill verða, þegar
slíkt ber undir og það, sem hér hafði gerzt, komu nágrannarnir
á vettvang af forvitni, og meðal þeirra var sá, sem hafði séð
Cornelio fara inn í húsið. Þar sem nú lögregluforinginn fann
ekki þorparann tók hann þá ákvörðun, að fara með þennan mann
á lögreglustöðina, því að hann hugði, að hann vissi meira en hann
hafði látið uppi.
Þegar lögregluforinginn og menn hans voru farnir, en aðeins
komnir stuttan spöl frá húsinu, kom eiginmaður Camillu heim
öllu á óvænt. Varð hann forviða, sem geta má nærri, er kona
hans var á fótum á þessum tíma nætur, og nágrannar hans í
þyrpingu utan um hana. Camillu varð svo bylt við, er hún kom
auga á mann sinn, að hún varð nábleik af ótta, en var þó snarráð
á þessari stundu nýrrar hættu og sagði:
„Ó, herra minn, sjáðu hvernig næturverðirnir hafa farið að
ráði sínu og umturnað öllu í þessu herbergi og húsinu ölu.“
Og svo fór hún með mann sinn, hönd í hendi, inn í herbergið,
þar sem Cornelio faldist, og til þess að hann gæti fengið vitneskju
um, að maðurinn hennar var kominn heim, kallaði hún hátt:
„Líttu á, elsku maðurinn minn, hvernig þorpararnir hafa bylt
öllu um!“
Og svo skýrði hún honum frá því hvers vegna næturverðirnir
hefðu komið, en það var nú sannast að segja um mann hennar,
að hann var ekkert óðfús að heyra frásögn hennar um þetta,