Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 113

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 113
111 komast hingað snemma í gærkveldi, en skyldmenni vor, af Cribelli- ættinni, töfðu mig svo lengi í Buffaloro, að ég tók þá ákvörðun, að snæða kveldverð og sofa á setri okkar, Navillo, en ég kom þangað seint. Ráðsmaðurinn hafði búið okkur ágætan kved- verð, en bað okkur að afsaka, að skilyrði væru ekki fyrir hendi til þess að við gætum verið þar um nóttina, því að í sríðinu voru öll sængurföt tekin og flutt til Milano og þeim hafði ekki verið skilað aftur. Hélt ég því áfram ferð minni, þegar að kveld- verði loknum. Voru vegirnir góðir og allt öruggt, enda gekk ferð- in vel.“ Cornelio hafði heyrt mest af því sem sagt var, og var nú mjög uggandi yfir því, hvemig fara mundi fyrir sér. Hann var smeykur um, að svefn mundi sækja á sig, eða hann hrapaði, en þjónarnir mundu þá vafalaust drepa hann. Nú var og tekið að hvessa og komu ískaldar vindgusurnar niður í reykháfinn og nístu Cornelio í merg og bein. Hann hugleiddi, að reyna að klifra niður reykháfinn, eins hávaðalítið og unnt væri, og reyna að flýja þannig, en af því að hann var ókunnugur í húsinu, þorði hann ekki að hætta á það. Hann var nú farinn að verkja í iljarn- ar, því að krókarnir, sem voru ávalir, vom ómjúkir og illt á þeim að standa. En hann reyndi þó að herða upp hugann í þeirri veiku von, að er morgnaði mundi hann komast á brott. Hann reyndi að hughreysta sjálfan sig með því, að hugsa um fegurð Camillu og hann sagði æ ofan í æ við sjálfan sig, að slík væri fegurð hennar, að hann ætti með glöðu geði að þola miklu meiri þjáningar, en nú vom hlutskipti hans, ef þörf krefði. Og hvernig æti hún að vera sannfærð um elsku hans og tryggð, ef hann væri ekki reiðubúinn til þess að leggja miklu meira á sig en þetta, hennar vegna. Þannig talaði hann lengi við sjálf- an sig og var ástin heita allur styrkur hans í bágindum þessum og mótlæti. Nú er þar frá að segja, að lögregluforinginn leiddi mann þann, sem hafði séð Cornelio fara inn í húsið, fyrir Mombojero, sem spurði hann spjörunum úr og hótaði honum pyndingum og öllu illu, ef hann segði ekki allt af létta um morðið á knapanum. En vesalings maðurinn gat aðeins endurtekið það, sem hann fyrst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.