Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 114
112
hafði sagt. Mombojero skipaði því næst næturvörðunum að hverfa
aftur til húsa Camillu og leita enn betur en í fyrra skiptið. Lagði
nú lögregluforinginn leið sína þangað öðru sinni og barði svo
harkalega að dyrum, að allir vöknuðu í húsinu. Kjallaravörðurinn
varð fyrstur á fætur, sótti lyklana og opnaði dyrnar, en húsbónd-
inn fór að klæða sig í snatri
Þegar lögregluforinginnkom inn fór hann beina leið til her-
bergisins, þar sem Cornelio faldist í reykháfnum, en Cornelio
hélt, að nú væru þeir komnir til að handtaka sig og hefðu
komizt á snoðir um eitthvað, sem var þeim hulið við fyrri hús-
rannsóknina. Þegar nú lögregluforinginn sá þarna menn þá, sem
þar höfðu lagst fyrir um nóttina, og auk þess byssur og bryn-
tröll, vöknuðu miklar grunsemdir í huga hans, og lét hann þegar
taka menn þessa og binda sem ramlegast. Nú var það um bryt-
ann að segja að hann var aðeins fyrir skömmu laus úr fangelsi.
— Hafði honum og öðrum starfsmanni lent saman í illu og bryt-
inn sært hann. Þegar nú brytinn, er kominn var á vettvang,
spurði hvað fyrir lögregkluforingjanum vekti, svaraði foringinn,
sem nú þekkti brytann aftur:
„Það færð þú bráðum að vita og munt þú fá makleg málagjöld
fyrir þetta og frekari hegningu fyrir gamla brotið.“
Nú, í því þeir voru að búast til að ganga upp, kom einkaritari
aðalsmannsins niður og var hann óðara handtekinn.
Eiginmaður Camillu varð alveg forviða, er honum var sagt frá
þessu, og fór hann hálfklæddur fram að stigaþrepunum uppi og
ætlaði að taka til máls, en áður en hann fengi sagt eitt orð kallaði
lögregluforinginn:
„Mansignor, ég handtek yður í nafni hans kristilegu hátignar
konungsins!"
Og hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu, en menn hans höfðu
gripið eiginmann Camillu. Þeir handtóku einnig þrjá eða fjóra
menn aðra, með ópum og bægslagangi og var engu líkara en
dómsdagur væri kominn, en Comelio, sem enn stóð, aumur og
fótsár í Reykháfnum, sagði við sjálfan sig:
„Guð hjálpi oss öllum! — Upp á hverjum þremlinum ætli þeir
taki næst.?“
Húsbóndinn, eiginmaður Camillu, reyndi að sýna næturvörð-