Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 116
114
flytja allt, sem Cornelio kunni að þurfa á að halda, inn í her-
bergi eitt lítið, sem opnað var og þangað leiddi hún Cornelio
með leynd. Og þangað, þegar öllu var hóhætt heimsótti hin unga
frú hann.
Eigi gleymdi Camilla samt eiginmanni sínum og raunum hans
og þjónanna og boðaði hún nú skyldmenni sín á sinn fund og
sagði þeim frá ölllu, sem gerst hafði — að undanteknu því, sem
Cornelio varðaði eins og geta má nærri — og voru nú gerðar
ráðstafanir til þess að fá eiginmanninn og þjónana látna lausa
úr varðhaldinu. En þetta reyndist allt saman allvafningasamt.
Það varð að senda embættismann til Novara til þess að yfirheyra
vitni og einnig fóru yfirheyrslur fram í Buffaloro þar sem eigin-
maðurinn hafði tafizt og þar fram eftir götunum.
Og þannig liðu sex dagar þar til sakleysi hans og manna hans
hafði sannast svo að óyggjandi var. Og meðan þessum yfirheyrsl-
um og rannsóknum fór fram voru þeir í fangelsinu, en allan þann
tíma voru þau saman hverja dagstund, er öruggt var, Camilla
og Cornelio, en þar sem Camillu hafði orðið mikið um þessa
atburði alla og var myrkfælin nokkuð, sýndi Comelio henni
þá hugulsemi, að hvílast með henni á næturna, í fjarveru eigin-
mannsins.
Þegar nú sá dagur rann upp, er Camilla vissi, að eiginmaður
hennar mundi koma aftur, lét hún Cornelio fara frá sér. Kvödd-
ust þau með miklum kærleikum og að svo búnu fór Comelio
beint til húss vinar síns, og er hann hafði snætt og sett grímu
á andlit sitt, fór hann til húss signors Alessando’s Bentivoglio
og lafði hans signorinu Ippolita Sforza, til þess að votta þeim
virðingu sína. En meðan hann sat og ræddi við þau komu þar
aðalsmenn nokkrir, sem sögðu honum, að Mombojero hefði þá
nýlega komið til húss vinar hans, til þess að leita hans, því að
lögreglan hafði nú komizt á snoðir um, að hann væri fyrir skömmu
kominn til Milano frá Mantua.
Þegar Cornelio frétti þetta sá hann, að ekki var eftir neinu
að bíða, kvaddi vini sína sem skjótast, og lagði leið sína til
húss Ambrogio, í öruggri vissu þess, að Mombojero mundi ekki
koma þar öðru sinni.