Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 116

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 116
114 flytja allt, sem Cornelio kunni að þurfa á að halda, inn í her- bergi eitt lítið, sem opnað var og þangað leiddi hún Cornelio með leynd. Og þangað, þegar öllu var hóhætt heimsótti hin unga frú hann. Eigi gleymdi Camilla samt eiginmanni sínum og raunum hans og þjónanna og boðaði hún nú skyldmenni sín á sinn fund og sagði þeim frá ölllu, sem gerst hafði — að undanteknu því, sem Cornelio varðaði eins og geta má nærri — og voru nú gerðar ráðstafanir til þess að fá eiginmanninn og þjónana látna lausa úr varðhaldinu. En þetta reyndist allt saman allvafningasamt. Það varð að senda embættismann til Novara til þess að yfirheyra vitni og einnig fóru yfirheyrslur fram í Buffaloro þar sem eigin- maðurinn hafði tafizt og þar fram eftir götunum. Og þannig liðu sex dagar þar til sakleysi hans og manna hans hafði sannast svo að óyggjandi var. Og meðan þessum yfirheyrsl- um og rannsóknum fór fram voru þeir í fangelsinu, en allan þann tíma voru þau saman hverja dagstund, er öruggt var, Camilla og Cornelio, en þar sem Camillu hafði orðið mikið um þessa atburði alla og var myrkfælin nokkuð, sýndi Comelio henni þá hugulsemi, að hvílast með henni á næturna, í fjarveru eigin- mannsins. Þegar nú sá dagur rann upp, er Camilla vissi, að eiginmaður hennar mundi koma aftur, lét hún Cornelio fara frá sér. Kvödd- ust þau með miklum kærleikum og að svo búnu fór Comelio beint til húss vinar síns, og er hann hafði snætt og sett grímu á andlit sitt, fór hann til húss signors Alessando’s Bentivoglio og lafði hans signorinu Ippolita Sforza, til þess að votta þeim virðingu sína. En meðan hann sat og ræddi við þau komu þar aðalsmenn nokkrir, sem sögðu honum, að Mombojero hefði þá nýlega komið til húss vinar hans, til þess að leita hans, því að lögreglan hafði nú komizt á snoðir um, að hann væri fyrir skömmu kominn til Milano frá Mantua. Þegar Cornelio frétti þetta sá hann, að ekki var eftir neinu að bíða, kvaddi vini sína sem skjótast, og lagði leið sína til húss Ambrogio, í öruggri vissu þess, að Mombojero mundi ekki koma þar öðru sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.