Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 123
IN MEMORIAM
Jóhanna G. Smith
F. 15. 2. 1922 - D. 10. 8. 1955
Hinn 10. þ. m. lézt í Landakotsspítala að afstöðnum löngu og
hörðu sjúkdómsstríði Jóhanna Guðmundsdóttir Smith, eiginkona
Thorolfs Smith blaðamanns.
Jóhanna var fædd að Litlu-Brekku í Borgarhreppi á Mýrum 15.
dag febrúarmánaðar 1922, dóttir Guðmundar bónda Þorvaldssonar
og konu hans, Guðfríðar Jóhannesdóttur fyrrum ljósmóður, frá
Gufá í sömu sveit. Ólst Jóhanna upp hjá foreldrum sínum í stórum
og mannvænlegum systkinahópi. Hún var af traustum, gömlum
og góðum stofni, því að ættir hennar má rekja til hinna fornu
Mýramanna, og kom snemma í ljós, að hún hafði „hvíti ok yfir-
bragð“ þess kyns, svo sem sagt var um Helgu hina fögru, og í
hennar heimahögum sleit hún barnsskónum, þótt aldir skildu milli.
Þegar í bernsku einkenndi Jóhönnu — Hönnu, eins og hún jafn-
an var nefnd af ættingjum og vinum, — látleysi og hógværð sam-
fara fegurð sem ber göfugu hugarfari vitni, en eðallyndi hennar
og bliða geislaði jafnan frá henni, alla hina sorglega skömmu ævi
hennar, jafnt á gleðinnar sem sorgarinnar og þjáningarinnar stund-
um.
Jóhönnu heitinni lék snemma hugur á að menntast, og þeim
er þekktu hana bezt mun ekki hafa komið á óvænt, er hún að loknu
stúdentsprófi 1945, valdi sér læknisfræðina til náms, því að löngun
til að græða og líkna var henni í blóð borin. Er Jóhanna var við
nám í Noregi nokkurn tíma kynntist hún eftirlifandi manni sínum
og hneigðu þau þegar hugi saman. Þau voru gefin saman í hjóna-