Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 11

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 11
SVFR VEIÐIMAÐURINN DES. MÁLGAGN STANGAVE7ÐIMANNA Á ÍSLANDI 1959 Ritstjóri: Víglundu: Möller, Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavikur Ægissiðu 92, Reykjavík. Afgreiðsla Bergstaðastrœti 12B, Reykjavik. Simi 13755. Prentað i Ingólfsprenti. Tk tfftiAmótuin. ÞÓTT talan 50 þyki merkileg, þegar menn hafa lokið þeim áfanga í árum, mun það tœplega þykja efni til frásagn- ar eða afmœlisskrifa, að 50 hefti eru kom- in út af fálesnu tímariti eins og Veiði- manninum. En þar sem svo vill til, að þetta hefti er jafnframt hið siðasta i 20 ára œviáfanga ritsins, og með þvi ncesta hefst þriðji áratugurinn i lifi þess, teljum við, sern að þvi stöndum, rétt að minna lesendurna á þessi tímamót. Verksvið Veiðimannsins var skýrt markað, þegar i upphafi. Hann skyldi vera málgagn islenzkra stangaveiði- manna. Ýmsir hafa skilið þetta á þann veg, að efni hans ælti eingöngu að fjalla um stangaveiði og það sem að henni lýt- ur. Og þeim skilningi hefur ncer undan- tekningarlaust verið fylgt við efnisvalið. Af þvi leiðir vitanlega, að ritið er mjög litið keypt af öðrum en þeim, sem ein- hvern áhuga hafa fyrir stangaveiði. Öfl- un efnis er og miklum mun erfiðari en hjá ritum þar sem fjölbreytni er meiri. Þeirri hugmynd hefur oft verið varpað fram, að taka upp þætti um aðrar grein- ar sportveiði, til þess að auka fjölbreytni ritsins og fjölga kaupendum. Vœri fróð- legt að fá álit lesenda og tillögur um þetta atriði. Það er mjög œskilegt að les- endur tímarita sendi ritstjórnunum á- bendingar og tillögur um efnisval. Þann- ig koma oft fram góðar og gagnlegar hug- myndir. Einhvern tíma var á það bent i bréfi, að of lítið vœri í ritinu af frœði- legum greinum um lif vatnafiska. Annair vildi hafa meira en verið hefur af bundnu máli, einkum stökum, og benti á, að hjá eins hagyrtri þjóð og íslending- um hlytu oft að verða til snjallar visur við árnar. Þetta er eflaust rétt, en furðu fáar þeirra berast þó Veiðimanninum. Veioimaðurinn 1

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.