Fréttablaðið - 04.03.2023, Síða 14
Þeir fóru að hugsa um
hvaða vitleysing þeir
hefðu verið að kaupa,
þá fer maður ósjálfrátt
að brjóta sig niður og
það var smá vesen.
Ég hef átt nokkur
símtöl við Arnar og við
höfum talað vel um
þetta.
Líf atvinnumanns í knatt-
spyrnu er ekki bara dans á
rósum, því hefur hinn stóri
og stæðilegi Hólmbert Aron
Friðjónsson fengið að kynnast.
Hann hefur upplifað hæðir og
lægðir, og allt þar á milli. Hann
leikur í dag með Holstein Kiel í
næstefstu deild í Þýskalandi og
hefur vakið athygli fyrir vaska
framgöngu síðustu vikur.
Fótbolti Hólmbert Aron, sem er
í dag 29 ára gamall, fór fyrst út í
atvinnumennsku árið 2013. Eftir
frábæra frammistöðu með Fram
vildi skoska stórliðið Celtic kaupa
hann. Hólmbert var nálægt aðal-
liðinu en fékk ekki sénsinn og fór
á láni til Danmerkur. Hann sneri
aftur heim árið 2015 og lék hér á
landi í þrjú tímabil áður en hann
fór aftur út í atvinnumennsku árið
2017. Hann lék í tvö ár í Noregi en
var síðan seldur til Brescia á Ítalíu,
áður en Holstein Kiel keypti hann.
Á síðasta ári var Hólmbert á láni hjá
Lilleström í Noregi og fann taktinn
á nýjan leik eftir erfiða tíma vegna
meiðsla.
„Það er mjög gaman að hafa feng-
ið tvo leiki í byrjunarliðinu og gera
eitthvað í þeim leikjum, það hjálpar
mér mikið og gerir mikið fyrir and-
legu hliðina. Ég meiddist reyndar
svo í kjölfarið. Ég meiddist aðeins í
leiknum sem ég skoraði í, það kom
þvílíkt mikil blæðing inn á vöðvann
tveimur dögum eftir leikinn og
læknirinn segir að það sé rifa. Þeir
sjá það betur í myndatöku á næstu
dögum hvað er í gangi í vöðvanum,“
segir þessi liðtæki framherji sem
búsettur er í Kiel.
Mikið á sjúkrabekknum
Hjá Holstein Kiel hefur Hólmbert
upplifað erfiða tíma sem komu í
kjölfarið af meiðslatímabili á Ítal-
íu. „Þjálfarinn sem fékk mig til Kiel
fór og það kom nýr þjálfari hérna
inn. Fyrsta hálfa árið mitt hérna og
tímann hjá Brescia fór ég í gegnum
allan skalann af meiðslum sem hægt
var að ganga í gegnum á einu og
hálfu ári. Þetta var endalaust, heill
heilsu í mánuð en svo meiddur í
sex vikur, heill heilsu í þrjár vikur
en svo meiddur í mánuð. Þjálfarinn
var orðinn þreyttur á mér,“ segir
Hólmbert.
Til að komast í gang ákvað Hólm-
bert á síðasta ári að ganga í raðir
Lilleström í Noregi á láni og þar
fann hann sitt gamla form. „Það var
ákveðið að fara á lán til Lilleström,
þar fékk ég fjögurra mánaða undir-
búningstímabil og þar komst ég
algjörlega í gang. Þegar ég kom til
baka til Kiel núna var þjálfarinn
með sömu skoðun á mér og þegar
ég var hérna áður. Ég labbaði inn á
æfingasvæðið og fann að þeir vildu
losna við mig strax, ég var í betra
standi en áður og setti allt í botn.
Ég vann mig hægt og rólega inn í
þetta, ég skoraði í æfingaleikjum
og þjálfarinn fór að tala vel um mig.
Þjálfarinn vildi fyrst selja mig en
þarna vildi hann halda mér og sagði
að ég fengi að spila,“ segir Hólmbert.
Ákvörðunin ekki í hans höndum
Á dögunum reyndi sænska félagið
Hammarby að kaupa Hólmbert en
með þjálfarann á sínu bandi hjá Kiel
ákvað Hólmbert að fara ekki fram á
það að verða seldur. „Við hættum þá
að hugsa um að fara en svo kemur
þetta Hammarby-dót upp en ég
hafði í reynd lítið um það að segja.
Kiel var búið að ákveða að selja mig
ekki,“ segir Hólmbert.
„Þetta getur verið svo f ljótt að
breytast, á mánuði fór þetta úr því
að ég ætti að fara, í að byrja leiki og
skora. Ég hélt ég væri að fara strax
þarna í byrjun janúar, ég vildi bara
ekki fara hvert sem er. Ég var að
skoða í kringum mig, tók einn dag
í einu og mætti á æfingar og reyndi
að sanna mig. Það gekk og mér líður
vel hérna, ég vildi ekkert ýta á það
að komast til Hammarby því núna
er þetta gott og þjálfarinn hefur trú
á mér.“
Enginn skilningur á Ítalíu
Eftir að hafa verið heill nánast
allan sinn feril samdi Hólmbert
við Brescia á Ítalíu haustið 2020,
hann kom meiddur til félagsins.
Það reyndist þessum Kópavogsbúa
erfið brekka að byrja í og losnaði
hann aldrei úr henni. „Ég hef allan
minn feril verið þokkalega heill, ég
skrifa svo undir hjá Brescia og er
með brot í ristinni. Ég var frá í rúma
fjóra mánuði og það var allt í klessu
hjá klúbbnum. Ég var með einhverja
sex þjálfara, alltaf verið að skipta
út. Svo byrjaður maður að æfa og ég
fann það eftir fjóra mánuði frá að
ég gat nánast ekkert, Ítalirnir gáfu
mann ekki neinn afslátt þrátt fyrir
langa fjarveru. Þeir fóru að hugsa
um hvaða vitleysing þeir hefðu
verið að kaupa, þá fer maður
ósjálfrátt að brjóta sig niður og
það var smá vesen. Ég var alltaf
meiddur og var að kljást við það
þangað til hjá Lilleström.
Ég hefði ekkert komið mér í
gang ef ég hefði ekki fengið fjóra
mánuði til að stjórna álagi hjá Lille-
ström, æfa vel og fá leiki. Fjórir mán-
uðir að græja allt, þú færð þetta ekk-
ert á mörgum stöðum í Evrópu. Ég
hef verið alveg heill þangað til núna
og það er smá óvissa.“
Engin partíborg
Í Kiel eru búsettir rúmlega 200
þúsund íbúar en Hólmbert segir
Upp og niður og aftur upp
Hörður Snævar
Jónsson
hordur
@frettabladid.is
borgina langt því frá iða af lífi. „Það
er allt í lagi, þetta er ekkert nein
partíborg. Ég er með kærustu sem er
flutt út til mín og það gerir lífið auð-
veldara. Þetta er mjög rólegt hérna í
Kiel, Hamborg er 50 mínútur frá þar
sem er meira líf. Það er ekkert mikið
að gera hérna í borginni.
Mér er byrjað að líða vel innan
vallar, þá skipta þessir hlutir ekki
jafnmiklu máli.
Ég var ekki
á n æ g ð u r
h é r n a 3 .
j a n ú a r
þega r ég
hélt að ég
væri að
fara, þá varð maður f ljótt þungur.
Á þremur vikum fór þetta úr 0 og
upp í 100.“
Hann segir gaman að spila í
Þýskalandi, í næstefstu deild Þýska-
lands þar sem Holstein Kiel
spilar er mikið af stórum
félögum og vel mætt á
vellina. „Það er mjög
gaman að fara á þessa
velli þar sem eru 30 til
40 þúsund á vellinum,
mig langaði að vera
hérna af því að þetta er
skemmtileg deild. Það
er vel mætt á vellina og
mikil umfjöllun, mér
finnst mjög gaman að
vera hérna og sérstaklega
ef maður fær að spila og
skorar eitthvað.“
Samtöl við Arnar
Það var síðasta sumar sem
Hólmbert Aron dró sig út
úr A-landsliðshópnum,
honum fannst athuga-
vert hvernig Arnar Þór
Viðarsson valdi hópinn
og taldi betur heima
setið en af stað farið.
Þeir Arnar hafa undan-
farið átt regluleg samtöl
og framherjinn öflugi
er klár í að koma aftur.
Hann á að baki sex A-
landsleiki og vonast til
að þeim fjölgi. „Ég hef
átt nokkur símtöl við
Arnar og við höfum
talað vel um þetta, ég
veit ekki hvort hann
velji mig en ég er klár og
hann veit það. Ef hann
hefur not fyrir mig þá er
ég 100 prósent klár, það
er leiðinlegt fyrir næsta
glugga að vera eitthvað
smá meiddur núna. Við
erum búnir að eiga góð
samtöl og Arnar veit
stöðuna, vonandi kíkir
hann á mig fyrir næstu
verkefni.
Ég vil vera með í
þessu, ég er pepp-
aður ef ég fæ tæki-
færið. Það væri næs,
það er möguleiki á
sæti á Evrópumóti
í ár og það vilja allir
vera með í því,“ segir
Hólmbert Aron. n
14 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARs 2023
LAUGArDAGUr