Fréttablaðið - 04.03.2023, Side 23

Fréttablaðið - 04.03.2023, Side 23
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 4. mars 2023 Arnar Már að vonum ánægður eftir að hafa tekið á móti viðurkenningu sinni í Grikklandi á dögunum. MYND/AÐSEND Fimm stjörnur til Arnars  Arnar Már Ólafsson, afreksþjálfari Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og PGA-golfkenn- ari, hefur á skömmum tíma tekið á móti tveimur viðurkenningum fyrir störf sín en Arnar hefur í mörg ár verið í fremstu röð í afreksþjálfun atvinnukylfinga. 2 Bobbi Kristina með foreldrum sínum, söngfuglunum Whitney Houston og Bobby Brown. thordisg@frettabladid.is Bobbi Kristina Houston Brown, einkadóttir söngdívunnar sálugu, Whitney Houston og söngvarans Bobby Brown, hefði fagnað þrjátíu ára afmæli sínu í dag, hefði henni enst aldur til. Hún ólst upp í sviðs- ljósinu vegna frægðar foreldra sinna og seinna raunveruleikaþátt- anna Being Bobby Brown. Bobbi dreymdi um að verða söngkona, leikkona og dansari, eins og mamma hennar og pabbi. Hún kom nokkrum sinnum fram á tónleikum með móður sinni, ásamt því að syngja ábreiðu af lagi móður sinnar, I’m your baby tonight, í áðurnefndum raunveru- leikaþætti. Þá birtist hún í eigin persónu í hinum ýmsu sjónvarps- þáttum og fór með hlutverk í sjónvarpsþáttunum For better or worse árið 2012. Bobbi Kristina fannst með- vitundarlaus í baðkeri á heimili sínu 31. janúar 2015 og hlaut þar svipuð örlög og móðir hennar sem drukknaði fyrir slysni í baðkeri á Beverly Hilton hótelinu í Beverly Hills 11. febrúar 2012, daginn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina sem Whitney hafði hlakkað til að sækja. Bobbi Kristina andaðist úr lungnabólgu þann 26. júlí 2015 og hafði þá legið í dauðadái í hálft ár. Hún var ekki nema 22 ára þegar hún kvaddi jarðvistina, en lífi hennar voru gerð skil í sjónvarps- mynd 2017 og heimildarmynd 2021. n Þrítug á himnum Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.