Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2023, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 04.03.2023, Qupperneq 44
Stundum hugsa ég til baka og er bara: Hvað voru þau að pæla? En þarna var þetta bara allt öðruvísi. Guðmundur Stephensen var aðeins ellefu ára þegar hann landaði fyrsta Íslandsmeist- aratitlinum í borðtennis og var ósigraður í 20 ár. Eftir að hafa varla hreyft sig undan- farinn áratug mætir Guð- mundur óhræddur á Íslands- meistaramótið um helgina og ætlar sér ekki að tapa í fyrsta sinn á ferlinum. Ég var náttúrlega bara pjakkur þegar ég byrj- aði,“ segir Guðmundur Stephensen, stórmeistari í borðtennis. Hann keppir á Íslandsmeistaramótinu um helg- ina eftir tíu ára pásu frá borðtennis. „Ég fór ekki að æfa strax en ég byrjaði að spila heima liggur við um leið og ég gat staðið í lappirnar. Við vorum með borðtennisborð heima hjá mömmu og pabba og ég var bara svona þriggja ára þegar ég byrjaði að leika mér að spila, en ég var sex ára þegar ég byrjaði að mæta á æfingar,“ segir Guðmundur. „Það var ekki algengt að fólk væri með borðtennisborð heima hjá sér en heima hjá okkur var salur þar sem var borðtennis og billjard og svona, mjög skemmtilegt og það var mikið spilað. Borðtennis var alltaf mikið í fjölskyldunni.“ Guðmundur segir borðtennis algjört vetrarsport, engar æfingar hafi verið á sumrin hér á árum áður og að f ljótt hafi spurst út að heima hjá honum væri borð sem hægt væri að æfa sig á. „Þarna var ég bara lítill, varla farinn að æfa og kallarnir í Víkingi, þessir bestu, vissu að það væri borð á Laugarás- veginum hjá pabba og þetta varð hálfgerð félagsmiðstöð,“ segir Guð- mundur sem fylgdist vel með þeim æfa sig. „Þarna var ég ekki farinn að spila við þá en það gerðist reglulega að ég sofnaði undir borðinu. Lagðist bara þvert undir og var alveg kyrr, sofnaði svo við skoppið í kúlunni og fannst það svo notalegt,“ segir hann. Hér fagnat Guðmundur Íslandsmeistaratitlinum aðeins 13 ára, hann vann titilinn fyrst 11 ára. fréttablaðið/þök Ekki hræddur við að tapa Ungur Íslandsmeistari Fljótlega eftir að Guðmundur byrjaði að æfa borðtennis kom í ljós að þar hefði hann mikla hæfi- leika. Þegar hann var aðeins átta ára gamall sigraði hann Íslandsmeist- ara kvenna og unglingameistara Íslands. Sama ár komst hann í meistaraflokk. Ellefu ára varð hann Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Ég man ekki mikið frá því að ég var lítill. Ég held að pabbi hafi áttað sig á því að ég væri góður í þessu og ég spáði ekkert í því sjálfur, maður er ekkert að spá í því sjálfur hvað maður er góður. Ég var bara í borð- tennis á veturna og fótbolta á sumr- in og elskaði að vera í íþróttum,“ segir Guðmundur. „Ég er svo kannski svona tíu ára þegar ég er farinn að geta unnið þessa kalla, þessa bestu. Ég keppti ekki á Íslandsmeistaramótinu þegar ég var tíu ára en ég held að ég hefði alveg getað það og ég held að ég hefði alveg átt séns en ég vann svo ári seinna, 1994, þá var ég ellefu ára,“ segir Guðmundur. Þá ert þú ellefu ára að keppa við fullorðna menn og vinnur? „Já, þeir voru bara allir mættir og ég vann,“ segir Guðmundur og hlær. Á þessum tíma hóf Guðmundur að spila í dönsku deildinni. Hann var aðeins tólf ára þegar hann fór að ferðast einn til Danmerkur og keppa. „Ég fór næstum hverja einustu helgi og ég fór alltaf einn. Maður var bara símalaus og korta- laus og stundum þekkti ég engan, ef ég var kannski nýbúinn að skipta um lið þá þekkti ég ekki einu sinni þjálfarann. Pabbi lét mig fá dansk- an pening og vonaðist til þess að ég kæmi heim á sunnudeginum,“ útskýrir hann. Guðmundur segist aldrei hafa verið hræddur eða liðið illa á ferða- lögunum þó að hann hafi verið bæði einn og ungur. „Mér fannst þetta geggjað og það voru aldrei nein vandamál. Ég bjargaði mér á ensku og ég er týpan sem getur alltaf sofið á ferðalögum, bæði í bíl og flugvél. Ég bara f laug út, var sóttur af ein- hverjum þjálfara, fór og keppti og flaug heim. Ég gat hringt í mömmu og pabba úr tíkallasíma og ég gat meira að segja hringt þannig að þau borguðu símtalið,“ segir hann. „Stundum hugsa ég til baka og er bara: Hvað voru þau að pæla? En þarna var þetta bara allt öðruvísi.“ Guðmundur fékk greitt fyrir keppnirnar en hann segir upp- hæðirnar ekki hafa verið háar en nægt tólf ára barni. Hann þurfti ekki oft að fá frí í skólanum þrátt fyrir að hann væri á barmi atvinnu- mennsku. „Ég gat alveg gert bæði en skólinn hefur aldrei verið það sem ég hef lagt mesta áherslu á. Nám var samt aldrei vandamál en ég var mjög góður í því að tala kennarana til og halda þeim góðum, maður þarf líka að vera góður í því í íþrótt- um, halda til dæmis þjálfaranum góðum,“ segir hann. „Ég spilaði í Danmörku alveg út menntaskólann. Kláraði MS og gat ekki beðið eftir að komast út. Eftir á að hyggja hefði ég átt að fara í menntaskóla í Danmörku en eins og ég sagði áðan var þetta allt öðru- vísi og f lóknara. Heimurinn var ekki svona lítill. Það var f lóknara að f lytja á milli landa,“ segir Guð- mundur sem fór strax að loknum menntaskóla til Noregs og þaðan til Svíþjóðar. Fannst þér þú fara á mis við ungl- ingsárin þar sem þú varst mikið erlendis að keppa? „Nei, alls ekki. Ég átti góðan Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 24 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARs 2023 lAUgARDAgUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.