Fréttablaðið - 04.03.2023, Page 50
Merkisatburðir |
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
Sverrir Einarsson
S: 896 8242
Jón G. Bjarnason
S: 793 4455
Jóhanna
Eiríksdóttir
Útfararstofa Íslands
www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi
Útfararstofa Hafnarfjarðar
www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
arnartomas@frettabladid.is
Háskóladagurinn fer aftur fram í raun-
heimum í dag en hann fór fram á netinu
undanfarin tvö ár vegna samkomutak-
markana. Viðburðurinn er samstarfs-
verkefni allra háskóla á Íslandi þar sem
starfsfólk og nemendur skólanna leyfa
væntanlegum nemendum og öðrum
gestum að skyggnast inn í starf ólíkra
fræðigreina og námsleiða.
„Við vonum að fólk fjölmenni til að
kynna sér allt það frábæra nám sem er
í boði hjá háskólum landsins,“ segir Jón
Örn Guðbjartsson, markaðs- og sam-
skiptastjóri hjá Háskóla Íslands. „Það er
ótrúlega fjölbreytt nám í boði á öllum
fræðasviðum. Það er mikilvægt að fólk
sem hyggur á háskólanám nýti tæki-
færið á morgun til að kynna sér nám
við hæfi.“
Í ár verða allir háskólar landsins
með fulltrúa á dagskránni hjá Háskóla
Íslands auk þess sem aðrir skólar á borð
við Listaháskóla Íslands og Háskólann
í Reykjavík verða einnig með dagskrá á
heimavelli. Háskóladagurinn er að venju
gríðarlega vel sóttur og segir Jón Örn að
margir komi með einbeittan vilja til að
kynna sér bara eitt tiltekið nám en endi
svo með allt aðra ákvörðun að deginum
loknum.
„Margir koma með eitthvað ákveðið
í huga en stundum verður bara einhver
vitrun á leiðinni um húsin. Fólk finnur
eitthvað sem það vissi ekki af sem fangar
algerlega hug þess og ákvörðun er hrein-
lega snarbreytt,“ segir Jón Örn og vísar í
dæmi í nærumhverfinu.
„Ein af talskonum skólans úr hópi
nemenda er til dæmis góð í stærðfræði
og ætlaði að velja eitthvað raungreina-
tengt en uppgötvaði tómstunda- og
félagsmálafræði á háskóladeginum. Þú
getur nefnilega allt í einu rekist á eitt-
hvað sem heillar þig og breytir fyrri
ákvörðun – þú getur líka bara fengið
staðfest að eitthvað nám sem þig langar
í henti þér best.“
Dagskráin í dag stendur yfir á milli
klukkan 12 og 15. n
Háskóladagurinn snýr aftur í raunheima
Haraldur Bóasson og Þóra Fríður
Björnsdóttir hafa sagt skilið við
rekstur Dalakofans eftir ellefu
ár. Haraldur segir góðar viðtökur
hjá kúnnum hafa verið frábært
veganesti.
arnartomas@frettabladid.is
Þau tímamót hafa nú orðið í Dalakofan-
um, vininni við veginn norðan heiða, að
Haraldur Bóasson og Þóra Fríður Björns-
dóttir hafa sagt skilið við reksturinn.
Hjónin ráku kofann í um ellefu ár en
eftirláta nú nýjum aðilum þennan vin-
sæla stað.
Þegar Fréttablaðið náði tali af Haraldi
var hann staddur í Liverpool-borg að
grúska í tref lum til að fara með á leik-
inn gegn United á Anfield í dag. Hann
var nýkominn af Bítlasafninu þegar
hann gaf sér tíma fyrir blaðamann en
kvaðst þó ekki hafa hitt á Ringo eða
Paul.
„Ég var aðeins viðriðinn f y rir-
tækið sem átti húsnæðið áður en við
ákváðum að kaupa það á sínum tíma
til að sjá hvað við gætum gert,“ segir
Haraldur. Þau Þóra Fríður voru áður
með tærnar í ferðaþjónustunni þar
sem þau ráku gistingu en þar áður voru
þau bændur áður en þau seldu jörð sína.
„Við ákváðum að skella okkur í þetta
sem hefur verið mikið ævintýri en líka
mikil vinna.“
Kúnnahópurinn í Dalakofanum
hefur verið góð blanda af ferðalöngum
og fólki af svæðinu.
„Það er góður kjarni sem býr þarna
en yfir sumarið er líka mikið af túrist-
um,“ segir Haraldur. „Við höfum reynt
að vera með einhverja viðburði en sá
sem gekk best er kótilettukvöldið sem
er alltaf gríðarlega vinsælt.“
Veitingastaðurinn í kofanum er vin-
sæll staður til að fylla á tankinn. Har-
aldur á erfitt með að segja til um hvaða
réttur sé vinsælastur en mælir þó hik-
laust með pitsunum.
„Þær hafa fengið mjög mikið hól,“ segir
hann. „Við höfum líka verið með þjóð-
lega rétti eins og kótilettur, plokkfisk og
silung. Útlendingarnir eru mjög hrifnir
af því að gæða sér á einhverju svona sér-
íslensku. Við höfum verið að vinna með
kjöt frá bændum úr héraðinu og það mun
halda áfram og aukast hjá þeim sem er
tekinn við.“
Þar sem þú ert nú kominn til Liverpool
er spurningunni um hvað taki við kannski
þegar svarað?
„Nú er eins gott að segja sem minnst!“
svarar hann hlæjandi. „Það er ekkert plan
en við ætlum aðeins að kasta mæðinni,
hjálpa börnum og barnabörnum og svo
förum við kannski eitthvert í haust. Við
erum svo sem komin af léttasta skeiði.“
Að lokum vill Haraldur þakka gestum
Dalakofans fyrir góðar viðtökur í gegn-
um árin.
„Mér hefur fundist það einstaklega
gott veganesti!“ n
Kveðja Dalakofann sátt
1861 Abraham Lincoln verður sextándi forseti Banda
ríkjanna.
1877 Emile Berliner finnur upp hljóðnemann.
1936 Zeppelinloftfarið Hindenburg flýgur sitt fyrsta
reynsluflug.
1955 Armed Forces Radio and Television Service Keflavik
fær heimild íslenskra stjórnvalda til sjónvarps
útsendinga.
1964 Hljómar frá Keflavík
slá í gegn á fyrstu
bítlatónleikunum á Ís
landi. Tónleikarnir eru
haldnir í Háskólabíói.
Fjórar aðrar hljóm
sveitir koma þar fram.
1968 Fyrsta leikritið sem
sett er upp sérstak
lega fyrir sjónvarp á Íslandi er sent út. Það er verkið
Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson.
1971 Íslendingar kaupa uppstoppaðan geirfugl á upp
boði í London. Áður var safnað fyrir fuglinum um
allt land.
1983 Menningarmiðstöðin Gerðuberg er opnuð í Breið
holtshverfi í Reykjavík.
2005 Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands sam
einast undir merkjum þess fyrrnefnda.
Háskóladagurinn er iðulega mjög vel sóttur. Fréttablaðið/SteFán
Haraldur
og Þóra
Fríður fyrir
miðju ásamt
börnum sín
um fjórum.
Mynd/aðSend
Kofinn er oft þétt setinn.
30 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARs 2023
LaUGaRDaGUR