Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 8

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 8
með því að veita styrki til kynningar á málinn og til námsverkefna það varðandi, að dreifa upplýsingum til einstaklinga og stofnana, sem tengd eru laxamálum, og að hafa samvinnu við slíkar stofnanir. Alþjóðalaxastofnunin er sjálfseignarstofn- un. Fær hún tekjur sínar að mestu með framlögum einstaklinga og félaga, og eru þau misjöfn að upphæð. Minnstu framlög eru 5.00 dollarar. í stjórn stofnunarinnar eiga sæti 24 menn. Hún hefur sér til að- stoðar alþjóðlega ráðgjafanefnd með 26 fulltrúum frá laxveiðilöndunum, og á greinarhöfundur sæti í nefndinni af Islands hálfu. Þá er einnig starfandi 7 manna ráð- gjafanefnd um vísindaleg efni. Fram- kvæmdastjórinn er Willfred M. Carter, fiskifræðingur. Hann korn í heimsókn til íslands síðastliðið sumar til þess að kynna sér laxamálin hér á landi. Flutti hann er- indi á Hótel Loftleiðum í Reykjavík um Alþjóðalaxastofnunina og laxamál, á vegum Landssambands ísl. stangaveiðifélaga og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Laxarannsóknarstofnunin. Laxarannsóknarstofnuninni (The Atlantic Salmon Research Trust Limited) var kom- ið á fót í Englandi árið 1969. Markmið hennar eru þau sömu og Alþjóðalaxastofn- unarinnar vestan hafs og starfar hún með svipuðum hætti. Með þessum stofnunum er náin samvinna, meðal annars er alþjóða- ráðgjafanefndin fyrir báðar. Gengust þær í sameiningu fyrir alþjóðlegum laxamála- fundi í St. Andrews í Kanada daganna 20. til 22. september sk, og verður síðar sagt nánar frá honum. Framkvæmdastjóri Laxa- rannsóknarstofnunarinnar er Sir Hugh MacKenzie, fyrrverandi aðmíráll. CASE. Árið 1970 voru stofnuð samtök í Banda- ríkjunum, sem kalla sig Nefnd vegna neyð- arástands í laxamálum (Committee on the Atlantic Salmon Emergency, skammstafað CASE). Nefndin hefur það markmið, að vinna að ræktun laxastofnanna í laxalönd- unum, en beinir athöfnum sínum sérstak- lega gegn ógnun úthafsveiðanna við laxa- stofnana, en þær veiðar eru aðallega stund- aðar af Dönum. Nefndin hefur talið, að Danir muni aðeins láta af „ránveiði“ sinni, ef þeir verði beittir stjómmálalegum- og efnahagslegum þvingunum. Nefndin hefur sent frá sér mörg fréttabréf um gang út- hafsveiðanna og ráðstafanir, sem hún legg- ur til, að verði gerðar til þess að stöðva þær. Þá skýrir hún frá starfi sínu og þróun þessara mála á alþjóðavettvangi. Formaður nefndarinnar er Richard A. Buck, sem ver- ið hefur hér á landi við laxveiðar að und- anförnu, en kunnastur nefndarmanna mun vera söngvarinn og leikarinn Bing Crosby. Norður-Ameríku laxaráðið. Enn má nefna samtök, sem láta sig laxa- málin snerta. Er það Norður-Ameríku laxa- ráðið (The North American Atlantic Salmon Council), sem stofnað var 1971. Standa að ráðinu 15 samtök, sem fjalla beint og ó- beint um laxveiðimál eða náttúruvemdar- mál. Meðal stofnenda var Alþjóðalaxastofn- unin og er framkvæmdastjóri hennar, Willfred M. Carter, einnig framkvæmda- stjóri fyrir hin nýju samtök. Markmið þess- ara samtaka eru í aðalatriðum þau sömu °g Alþjóðalaxastofnunarinnar og Laxarann- sóknarstofnunarinnar. Eitt veigamesta atr- iði markmiða þessara samtaka er að leit- ast við að fá alþjóðlega viðurkenningu fyrir 6 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.