Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Qupperneq 8

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Qupperneq 8
með því að veita styrki til kynningar á málinn og til námsverkefna það varðandi, að dreifa upplýsingum til einstaklinga og stofnana, sem tengd eru laxamálum, og að hafa samvinnu við slíkar stofnanir. Alþjóðalaxastofnunin er sjálfseignarstofn- un. Fær hún tekjur sínar að mestu með framlögum einstaklinga og félaga, og eru þau misjöfn að upphæð. Minnstu framlög eru 5.00 dollarar. í stjórn stofnunarinnar eiga sæti 24 menn. Hún hefur sér til að- stoðar alþjóðlega ráðgjafanefnd með 26 fulltrúum frá laxveiðilöndunum, og á greinarhöfundur sæti í nefndinni af Islands hálfu. Þá er einnig starfandi 7 manna ráð- gjafanefnd um vísindaleg efni. Fram- kvæmdastjórinn er Willfred M. Carter, fiskifræðingur. Hann korn í heimsókn til íslands síðastliðið sumar til þess að kynna sér laxamálin hér á landi. Flutti hann er- indi á Hótel Loftleiðum í Reykjavík um Alþjóðalaxastofnunina og laxamál, á vegum Landssambands ísl. stangaveiðifélaga og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Laxarannsóknarstofnunin. Laxarannsóknarstofnuninni (The Atlantic Salmon Research Trust Limited) var kom- ið á fót í Englandi árið 1969. Markmið hennar eru þau sömu og Alþjóðalaxastofn- unarinnar vestan hafs og starfar hún með svipuðum hætti. Með þessum stofnunum er náin samvinna, meðal annars er alþjóða- ráðgjafanefndin fyrir báðar. Gengust þær í sameiningu fyrir alþjóðlegum laxamála- fundi í St. Andrews í Kanada daganna 20. til 22. september sk, og verður síðar sagt nánar frá honum. Framkvæmdastjóri Laxa- rannsóknarstofnunarinnar er Sir Hugh MacKenzie, fyrrverandi aðmíráll. CASE. Árið 1970 voru stofnuð samtök í Banda- ríkjunum, sem kalla sig Nefnd vegna neyð- arástands í laxamálum (Committee on the Atlantic Salmon Emergency, skammstafað CASE). Nefndin hefur það markmið, að vinna að ræktun laxastofnanna í laxalönd- unum, en beinir athöfnum sínum sérstak- lega gegn ógnun úthafsveiðanna við laxa- stofnana, en þær veiðar eru aðallega stund- aðar af Dönum. Nefndin hefur talið, að Danir muni aðeins láta af „ránveiði“ sinni, ef þeir verði beittir stjómmálalegum- og efnahagslegum þvingunum. Nefndin hefur sent frá sér mörg fréttabréf um gang út- hafsveiðanna og ráðstafanir, sem hún legg- ur til, að verði gerðar til þess að stöðva þær. Þá skýrir hún frá starfi sínu og þróun þessara mála á alþjóðavettvangi. Formaður nefndarinnar er Richard A. Buck, sem ver- ið hefur hér á landi við laxveiðar að und- anförnu, en kunnastur nefndarmanna mun vera söngvarinn og leikarinn Bing Crosby. Norður-Ameríku laxaráðið. Enn má nefna samtök, sem láta sig laxa- málin snerta. Er það Norður-Ameríku laxa- ráðið (The North American Atlantic Salmon Council), sem stofnað var 1971. Standa að ráðinu 15 samtök, sem fjalla beint og ó- beint um laxveiðimál eða náttúruvemdar- mál. Meðal stofnenda var Alþjóðalaxastofn- unin og er framkvæmdastjóri hennar, Willfred M. Carter, einnig framkvæmda- stjóri fyrir hin nýju samtök. Markmið þess- ara samtaka eru í aðalatriðum þau sömu °g Alþjóðalaxastofnunarinnar og Laxarann- sóknarstofnunarinnar. Eitt veigamesta atr- iði markmiða þessara samtaka er að leit- ast við að fá alþjóðlega viðurkenningu fyrir 6 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.