Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 21

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 21
Aðalfundur L. S. Aðalfundur Landssambands stangar- veiðifélaga var haldinn á Hótel Esju í Reykjavík 25.-26. október s.l. Fundinn sóttu 82 fulltrúar frá 14 af aðildarfélögum L.S., auk gesta. Fundarstjórar voru Grett- ir Gunnlaugsson og Friðrik Þ. Stefánsson, en fundarritarar Svend Richter og Olafur O. Jónsson. Avarp varaformanns Rafn Hafnf]örð, varaformaður L.S., setti fundinn og mælti á þessa leið: Kæru félagar. Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessa 36. aðalfundar Landssambands stangarveiðifélaga. Sérstaklega vil ég bjóða þá velkomna, sem hafa lagt á sig langa ferð, svona í byrj- un vetrar. Einnig þá sem sitja nú aðalfund L.S. fyrsta sinni og má þar sérstaklega nefna fulltrúa Stangveiðifélags Austur- Húnvetninga, sem gengu til liðs við okkur á þessu ári. Það hefur fallið í minn hlut sem varafor- manns L.S. að standa hér í stafni, í stað formannsins okkar Gylfa Pálssonar, sem því miður getur ekki verið hér vegna vetr- ardvalar í Danmörku. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Gylfa ánægjulegt samstarf. Hann hefur verið ötull talsmaður okkar stangveiði- manna, - verið laginn við að koma málefn- um okkar á framfæri við fjölmiðla og framámenn þjóðarinnar, - enda maðurinn sérlega vel máli farinn og frambærilegur fulltrúi. Hann hefur átt hvað mestan þátt í því að breyta ímynd L.S. útávið hin síðari ár, eða eins og hann orðaði það sjálfur við setningu veiðimannaráðstefnunnar s.l. vor: ,,Nú spyrja menn ekki lengur - Lands- samband stangarveiðifélaga hvað er það - er það eitthvað - ertu að meina Stangaveiði- félagið? - með stórum staf og greini“. Kæru félagar, mér fínnst tilhlýðilegt við setningu þessa aðalfundar að við sam- einumst öll í því að senda Gylfa Pálssyni símskeyti héðan frá fundinum er hljóði þannig: Aðalfundur L.S. haldinn að Hótel Esju fyrsta dag vetrar 1986 þakkar þér heilshugar frábœra forustu í þágu stang- veiðiíþróttarinnar, með ósk um að við fáum að njóta starfsorku þinnar um ókomin ár. Stjórn L.S. hefur valið þessum aðal- fundi kjörorð það er blasir hér við á veggn- um og fundargögnum: Verndum villta fisk- stofna í ám og vötnum landsins. Það er ætlun okkar í stjórninni, að þetta kjörorð verði sem rauður þráður í gegnum alla okkar starfsemi næsta ár og fái náð fyrir augum þess fjölmiðlafólks sem vill stang- veiðiíþróttinni vel. Hvers konar náttúruvernd er nú mjög til umfjöllunar um víða veröld og megum VEIÐIMAÐURINN 19

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.