Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 21

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Qupperneq 21
Aðalfundur L. S. Aðalfundur Landssambands stangar- veiðifélaga var haldinn á Hótel Esju í Reykjavík 25.-26. október s.l. Fundinn sóttu 82 fulltrúar frá 14 af aðildarfélögum L.S., auk gesta. Fundarstjórar voru Grett- ir Gunnlaugsson og Friðrik Þ. Stefánsson, en fundarritarar Svend Richter og Olafur O. Jónsson. Avarp varaformanns Rafn Hafnf]örð, varaformaður L.S., setti fundinn og mælti á þessa leið: Kæru félagar. Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessa 36. aðalfundar Landssambands stangarveiðifélaga. Sérstaklega vil ég bjóða þá velkomna, sem hafa lagt á sig langa ferð, svona í byrj- un vetrar. Einnig þá sem sitja nú aðalfund L.S. fyrsta sinni og má þar sérstaklega nefna fulltrúa Stangveiðifélags Austur- Húnvetninga, sem gengu til liðs við okkur á þessu ári. Það hefur fallið í minn hlut sem varafor- manns L.S. að standa hér í stafni, í stað formannsins okkar Gylfa Pálssonar, sem því miður getur ekki verið hér vegna vetr- ardvalar í Danmörku. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Gylfa ánægjulegt samstarf. Hann hefur verið ötull talsmaður okkar stangveiði- manna, - verið laginn við að koma málefn- um okkar á framfæri við fjölmiðla og framámenn þjóðarinnar, - enda maðurinn sérlega vel máli farinn og frambærilegur fulltrúi. Hann hefur átt hvað mestan þátt í því að breyta ímynd L.S. útávið hin síðari ár, eða eins og hann orðaði það sjálfur við setningu veiðimannaráðstefnunnar s.l. vor: ,,Nú spyrja menn ekki lengur - Lands- samband stangarveiðifélaga hvað er það - er það eitthvað - ertu að meina Stangaveiði- félagið? - með stórum staf og greini“. Kæru félagar, mér fínnst tilhlýðilegt við setningu þessa aðalfundar að við sam- einumst öll í því að senda Gylfa Pálssyni símskeyti héðan frá fundinum er hljóði þannig: Aðalfundur L.S. haldinn að Hótel Esju fyrsta dag vetrar 1986 þakkar þér heilshugar frábœra forustu í þágu stang- veiðiíþróttarinnar, með ósk um að við fáum að njóta starfsorku þinnar um ókomin ár. Stjórn L.S. hefur valið þessum aðal- fundi kjörorð það er blasir hér við á veggn- um og fundargögnum: Verndum villta fisk- stofna í ám og vötnum landsins. Það er ætlun okkar í stjórninni, að þetta kjörorð verði sem rauður þráður í gegnum alla okkar starfsemi næsta ár og fái náð fyrir augum þess fjölmiðlafólks sem vill stang- veiðiíþróttinni vel. Hvers konar náttúruvernd er nú mjög til umfjöllunar um víða veröld og megum VEIÐIMAÐURINN 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.