Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 63

Veiðimaðurinn - 01.12.1986, Page 63
Sá stærsti var 30 pund Einn 30 punda lax veiddist s.l. sumar. Það var Guðmundur B. Olafsson, sem veiddi þennan stærsta lax sumarsins í Dalsárósi i Víðidalsá 10. ágúst. Þetta var hængur, 105 sm langur og 54 sm í ummál. Hann tók rauða Frances nr. 8. Guðmundur landaði fískinum niðri á Skipstjórabreiðu, um 300 m neðan við Dalsárós, eftir 4 klst. og 40 mín. viðureign. Næststærsta laxinn sem veiddist á stöng í sumar fékk Grétar Olafsson 31. ágúst á Iðunni í Hvítá í Arnessýslu. Var það 29 punda hængur, 106 sm langur og 65 sm í ummál. Laxinn var grútleginn og hefur því verið vel yfir 30 pundum, þegar hann gekk úr sjó. Hann tók Rækju nr. 4. Viður- eigninni lauk eftir þrjá stundarfjórðunga, þegar laxinn var tekinn með sporðgríp úti í ánni. Þá er vitað um tvo 28 punda laxa, sem veiddust á stöng, annan í Víðidalsá, hinn í Vatnsdalsá, og 27 punda laxa í Vatnsdalsá og Laxá í Aðaldal. Langt er síðan eins margir laxar, 20 pund eða meira, hafa veiðzt og á síðasta sumri. I Laxá í Aðaldal skiptu þeir nú mörgum tugum, og í Vatnsdalsá og Víði- dalsá veiddust nokkrir tugir. I a.m.k. 25 ám fengust laxar af þessari stærð, í sumum þeirra í fyrsta sinn í mörg ár. Elliðaárnar Ásgeir Ingólfsson fyrrum framkvæmda- stjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem er manna kunnugastur Elliðaánum, er höfundur bókarinnar EHiðaárnar, vönduðustu veiðibókar sem gefin hefur verið út á íslandi til þessa. Bókin er um 200 blaðsíður, prýdd rúmlega hundrað Ijós- myndum og í sextíu síðna veiðistaðalýs- ingu lýsa Ásgeir og Þórarinn Sigþórsson tannlæknir því, hvar best er að veiða á flugu og maðk í Elliðaánum. • Þá fylgir bókinni vandað kort sem sýnir rétt nöfn hylja og kennileita við árnar. • Myndirnar eru teknar með sérstöku tilliti til lýsingarinnar. Er slíkur samleikur mynda og orða nýmæli í veiðibókum. Jólabók veiðimannsins! ISAFOLD VEIÐIMAÐURINN 61

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.