Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 6

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 6
RITSTJÓRASPJALL Þegar skammdegisskuggarnir lengjast og birt- an dofnar er ástæða til að líta um öxl og kanna hvað helst hafi einkennt liðið veiðisumar og hvað borið til tíðinda. I mínum huga er einkum þrennt sem ástœða er til að dvelja við. Laxagengd varð öllu meiri en búist hafði verið við. Kýlaveiki kom upp í Elliðaám, Kollafirði og Hellisá á Síðu. Hafbeitarstöð- in í Hraunsfirði komst í þrot. Fiskifrœðingar fóru varlega í að spá um göngur sumarsins, voru þó heldur svartsýnir, sérstaklega um veiði- horfur norðanlands. Um Norðurlandsárnar er það að segja að spáin gekk eftir á austurhluta svœðisins en útkoman varð mun betri en vœnta mátti á Norðurlandi vestra. Veiði varð einnig meiri í Vopnafjarðaránum en vonir stóðu til og töluverð gengd af smálaxi gefur vœntingar um stórlax þar að ári. Á Vestur- og Suðvesturlandi varð aukning um 19%. A Suðurlandi dróst laxveiðin lítið eittsam- an en sjóbirtingsveiði í Skaftafellssýslum hefur glœðst að mun og eru gamlir „vatnakarlar“ komnir með glampa íaugu og þykjast eygja betri tíma. Af einstökum ám veiddist mest í Borgarfjarðaránum, í Norðurá um 1700 laxar og Þverá um 1650 laxar. Uppúr LaxááÁsumkomu um 1560 á tvœr stengur. Samkvæmt þeim bráðabirgða- tölum um laxveiði á stöng, sem hér er byggt á, virðist heildarveið- in vera um 34 000 laxar. Aukn- inginfrá ífyrra er um 22%. Sé hins vegar miðað við meðaltalsveiði tímabilsins 1974-1994 hefur afli dregist saman um 5%. Þetta eru staðreyndirnar í málinu og þeim verða veiðimenn að hlíta. Þeir, sem veiddu vel í veiðiferðum sínum, eru að vonum ánægðir og þess fullvissir að nœsta sumar verði þeim ekki lakara heldur jafnvel enn betra. Hinir, semýmist komu öngulsárir eða þurftu að una rýrum afla, hugga sig við það að varla geti útkoman orðið Málgagn veiðimanna 51. árgangur nr. 148, des. 1995. Ritstjóri: Gylfi Pálsson. Ritnefndarfulltrúi SVFR: Kristján Guðjónsson Auglýsingastjóri: Ásgeir Heiðar. Útlitsteikning: Guðmundur R. Steingrímsson Útgefandi: Fróði hf. í samvinnu við Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Héðinshúsinu, Seljavegi 2. Sími: 515 5500. - Áskriftarsími: 515 5555 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson. VEIÐIMAÐURINN kemur út þrisvar á ári. Verð í áskrift kr. 2.007. Sé greitt með greiðslukorti er áskriftargjald kr. 1.806. Verð í lausasölu kr. 699,00 m/vsk. pr. eintak. Prentvinnsla: G. Ben. Edda prentstofa hf. 6 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.