Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 9
lokann niður Kistufossinn, sem einu sinni
var.
Hér áður fyrr, þegar ég byrjaði að veiða
þarna, varð maður ekki svo mikið var við
þessar sveiflur og vatnið var j afnara, fannst
manni. Að vísu veiddi ég aðeins á laugar-
dögum og sunnudögum og þá var minni
rafmagnsþörf en ella svo að ekki varð eins
vart við misrennsli en þeir, sem veiddu frá
mánudegi til föstudags, fengu að finna fyrir
því. Þeir létu þess getið að það þýddi ekk-
ert að koma út fyrr en eftir klukkan tíu, þá
fyrst væri vatnið komið í rétta
hæð. Miðað var við Frúarstein
og steininn, sem sést úr gamla
veiðihúsinu, af honum stóðu
u.þ.b. fimm sentimetrar upp úr.
Það var talið eðlileg vatnshæð.
Þjóðráð væri að setja við
helstu veiðistaði vatnshæðar-
stikur með mælikvarða og biðja
veiðimenn að lesa vatnshæðina
kvölds og morgna og miðjan dag
og skrá í veiðibókina.
koma upp úr og má rétt ímynda sér hvað
verður um hrogn og seiði sem þarna eru
þegar vatnið fjarar undan þeim. Það á ein-
faldlega ekki að vera þörf á svona fikti með
vatnið við þessar virkjanir þegar nóg raf-
magn er á landsvísu og það meira að segja
mikil umframorka. Svo er auðvitað ætlast
til að staðið sé við gerða samninga og þá
ekki síst þegar um er að ræða opinbera
aðila. Hins vegar var ekki samið um neitt
hámarksrennsli en það gerist líka að hleypt
er ótæpilega framhjá eins og veiðimenn
Skaðsemi misrennslis
Á leið upp í Bátalón. Þórunn Guðmundsdóttir, Guðmundur
Júlíus Ólafsson, Sveinn Snorrason (stendur), Sigurliði
Kristjánsson.
Mér finnst það liggja í augum
uppi að minnkandi veiði í Sogi
megi að minnsta kosti að ein-
hverju leyti rekja til þessa
hringls með vatnshæðina og þótt
það eigi sér ekki oft stað á veiði-
tíma er það því oftar utan hans og ekki
síður skaðlegt fyrir klakið og seiðabúskap-
inn. Þetta var einkum áberandi árin 1981 og
1985. Árið 1987 gerðist þetta sex sinnum í
október, þegar laxinn er að búa sig undir
hrygningu, enda höfum við í árnefndinni
séð að á þessum tíma er laxinn búinn að
grafa sér hrygningarholur uppi á grynning-
unum á Bíldsfellsbreiðunni þar sem venju-
lega er um hnévatnsdýpi. Hann verður svo
að hörfa út í dýpið af því að grynningarnar
þekkja sem hafa átt fótum sínum fjör að
launa við að komast í land utan úr ánni. Þá
er lokunum lyft og vatni skyndilega hleypt í
gegn og ég hef oftar en einu sinni lent í því
að bjarga mönnum sem ekki hafa komist í
land af sjálfsdáðum. Þegar við vorum hér
áður fyrr með bát í Ásgarði urðum við
tvívegis að sækja menn yfir að Bíldsfelli.
Þeir voru í sjálfheldu á klapparsyllunni við
Efra horn og voguðu ekki að vaða til lands.
VEIÐIMAÐURINN
9