Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 11

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 11
renndi niður í strenginn. Bryggjan er nátt- úruleg klapparbrík en ekki netagarður eins og sumir halda en tveir netagarðar eru ofan við Hlíðina og svo uppi í Kvörninni. Eru þetta langar grjóthleðslur út í á. Önnur við miðja Kvörn, þar sem víkin gengur lengst inn, og hin við girðinguna sem nú er þarna. Sigurliði Kristjánsson Úr bústaðnum hans Silla var alltaf farið á báti upp í Bátalón þar sem var eins konar bækistöð á svæðinu. Dagurinn var ekki tekinn snemma og enginn æsingur við veið- ina, ró yfir verunni þarna. Aldrei var farið út í á fyrr en eftir klukkan níu og komið heim aftur klukkan hálf tólf. Svo var farið aftur eftir síðdegiskaffi og veitt til kvölds. Áður en lagt var af stað var ýmsu sinnt í bústaðnum, séð um að glóð héldist yfir daginn í miðstöðinni og gjarnan farinn einn hringur með sláttuvélinni um lóðina. Svo fór Sigurliði inn aftur og þvoði sér um hendurnar með sólskinssápu, þessari gulu, gömlu, góðu og að því loknu og vék hann sér út í moldarbakka og setti hendurnar í moldina áður en maðkarnir voru teknir til að hvorki sápulyktin né handþefurinn færi á beituna. Hins vegar veiddi hann einnig mikið á flugu með gamalli 14 feta Milward Splitcane tvíhendu. Hann átti einnig Hardy stöng af svipaðri lengd. Hjólin frá Hardy voru stór. Þá voru einnig notaðar stórar flugur, einkrækjur 1,0 og 2,0. Eitt- hvað af flugunum flutti hann inn sjálfur en flestar keypti hann hjá Albert í Veiði- manninum. í Fluguveski Sigurliða voru ekki margar flugugerðir. Þar voru General Practitioner, Blue Charm, Black Sheep, Black Doctor, Silver Doctor. Þessar flugur voru yfirleitt mjög mikið notaðar, sérstak- lega Blue Charm. Sigurliði var mjög skemmtilegur veiði- maður og þægilegur að vera með. Hann Gísli R. Guðmundsson og Ólafur Ó. Ólafsson með morgunveiði af Breiðunni 1980. var lunkinn við veiðarnar en margt sem manni þótti skrítið í fari hans eins og þetta með sápuna og moldina. Hans uppá- haldsstaður var Hlíðin. Oft var stansað á leiðinni í Bátalónið og þá lagt að landi í víkinni ofan við Hlíðina, læðst niður eftir og tók fiskur þótt báturinn hefði farið um svæðið. Það virtist ekkert trufla hann. Undir Hlíðinni veiddi hann eingöngu á flugu. Fiskurinn tók þarna bæði uppi í harða landi og eins djúpt úti. Sigurliði not- aði mjög oft veltikast með þessari löngu stöng og náði ótrúlega langt út. Línan var ofin og smurð með feiti eða silikoni. Sein- ustu árin, sem ég veiddi með Sigurliða, hafði hann fengið sér kaststöng og kastaði oft spæni í lok veiðidags. Eg man ekki eftir því að hann fengi neitt mjög stóra eða erf- VEIÐIMAÐURINN 11

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.