Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Qupperneq 12

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Qupperneq 12
iða fiska. Að vísu misstust oft stórir laxar sem maður vissi ekki þyngdina á. Yrði hann ekki var við Hlíðina var haldið upp úr og hann hafði það að reglu að byrja að kasta mjög ofarlega á Breiðunni, fór vel upp fyrir Frúarstein, þar sem sandurinn byrjar, hélt síðan út að Rennu og veiddi hægt og rólega niður úr, kastaði til beggja átta. Hann fór aldrei út á Ystunöf en vissi auðvitað af þeim stað en lét mig um að fara þangað. Veiðistaðir Y stanöf er dálítið kyndugur veiðistaður. Þangað fellur þungur straumur ofan úr stóru gjánni sem byrjar við Efstabrot. Á Ystunöf er auðvitað oft fiskur en aðeins lítið af vatninu fer þar fram af bríkinni sem gengur þvert yfir að Rauða steini sem er neðst í Rennunni og beinir aðalvatnsmagn- inu þangað austur. Ég hef auðvitað tapað fiski úti á Ystunöf á því að fara of geyst af stað með hann en ekki lent í tiltakanlegum erfiðleikum þar. Mér hefur reynst best eft- ir að fiskur tekur að taka ákveðið á honum og halda af stað til lands; ekki láta hann djöflast of sprikla þarna úti. Ef maður nær honum af stað í straumnum og upp úr þá fylgir hann með eins og vel vaninn hundur. Gæta þarf þess að hafa nóg af girni á hjól- inu. Frúarsteinninn var yfirleitt fyrir frú Helgu og af því fékk hann þetta nafn. Hún sat þá gjarnan á steini sem er í landi ofan við sjálfan Frúarstein og veiddi út fyrir hann og niður undir Bryggjuna. Hún notaði langa flugustöng og beitti jöfnum höndum maðk og flugu. Flug- unni vippaði hún léttilega út í ána. Helga lét okkur karlmenn- ina oft fara á bátnum og kom svo landveginn á eftir, hafði þá geng- ið frá í húsinu og var eitthvað að stússa heima fyrir. Á þessum tíma veiddust þarna yfirleitt jafn vænir tveggja ára fiskar, fallegir boltar. Stórir fisk- ar voru engin undantekning á þessum árum. Margir tuttugu punda laxar og þar yfir komu á land á hverju sumri. Svo virtist sem ekki veiddist betur eða fleiri fiskar kæmu á land þótt fyrr væri haldið til veiða. Við hinir yngri fengum stundum leyfi til að byrja klukkan sjö en urðum sjaldnast varir þá. Fórum við svo búið heim og síðan aftur upp eftir á venjulegum tíma og þá var ekki fyrr búið að bregða öngli í vatn en að fiskur var á. Breiðan er til dæmis ekki mjög gjöful snemma á morgnana. Á kvöldin er mjög skemmtilegt að veiða Hlíðina einkanlega þegar sólin er komin bak við vesturfjöllin. Þá verða ákveðin birtuskil sem virðast ákjósanleg veiðiskil- yrði. Þegar ég var orðinn dálítið eldri og kominn með mínar græjur og kannski full- skipað á Breiðunni og undir Hlíðinni gafst mér stundum tækifæri til að fara í könnun- Nýrenningar af Breiðunni. Veiðimenn við Frúarstein (nær), við Rennuna (fjœr). 12 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.