Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 14

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 14
25 punda hœngur veiddur á Rœkju nr. 6 í Kofastreng í Stórir laxar Bíldsfellslandi 20. september 1989. svæðið ofan við Bátalónið út að Rennu niður að Rauða steini. Alftatanginn og Sil- ungatanginn voru mikið stundaðir en þangað var oft farið og sóttur matarfiskur og oft fékkst lax niðri á Neðstatanga. Frægt er þegar Sveinn Snorrason lögmaður fékk stóra fiskinn en hann skrapp niður eftir með silungastöng og lítinn spinner til að ná í bleikju í matinn en var í þrjár klukku- stundir að glíma við 25 punda lax! Breyttir tímar Það skemmtilegasta við þetta tímabil var að það var ekkert stress, engin vekjara- Ég man eftir að hafa fengið sjö laxa yfir 20 pund. Sá skemmtilegasti var tuttugu og sex punda hængur sem tók á horninu neðan við Gíbraltar um leið og sést heim í gamla veiðihús. Ég hafði vaðið upp fyrir og orðið blautur uppi á Breiðu og var á leiðinni heim í hús að fara í þurr föt. Ég var með kaststöng og þegar kom þarna á hornið kastaði ég langt út og niður í það svo við nú nefnum Flóann. Spóninn svifaði í straumnum og áður en ég byrjaði að draga inn var bara allt fast. Tvo og hálfan tíma var ég að þreyta hann. Þeir, sem voru að veiða upp frá, komu niður eftir; Sigurliði, Sveinn Snorrason og Jóhann Níelsson lög- maður en þeir voru farnir að undrast um heiftarlega í. Ég var hálftíma að ná fiskin- um að mér og stytta í línunni og svo var eftir að baslast með hann upp undir eyjuna til að geta farið þar í land til að ná honum. Þessi hrygna tók Blue Charm sem var mjög algeng fluga á þessum dögum. Þegar ég var hjá Sigurliða var yfirleitt aldrei farið neitt annað en undir Fflíðina, á Gíbraltar, í Bátalón og á Breiðuna sem er klukka og ekkert sem rak mann áfram til að nota allan daginn og ekki hætta fyrr en á slaginu. Samt var veiðin góð. Ég man eftir að hafa fengið fjórtán laxa á einum degi. Ég fékk að halda mínum afla óskiptum og lagði hann inn í verslunina í Austurstræti og stundum var innleggið hærra en mánað- arlaunin mín. Það var mikil búbót þegar maður var að stofna heimili og stóð í íbúð- arkaupum. Sigurliði var stundum að grínast með þetta og spurði: „Hver er þessi Olafur Olafsson sem er alltaf að selja mér lax?“ Sigurliði féll svo frá árið 1972 og þá urðu tengsl mín við ána enn sterkari. Þessir föstu leigutakar, sem voru með virku dagana, duttu út, en það voru Rosenberg hótel- haldari sem var með mánudaga, Mogens Mogensen lyfsali var með þriðjudaga og miðvikudaga, Björgvin Schram heildsali og Kiddi í Kiddabúð voru með fimmtudaga og föstudaga. Þetta var fast kerfi í fjöldamörg ár. VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.