Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 16

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 16
SIGURÐUR BJARNASON í SKJÓU MYRKURS Hár og þykkur snjóskaflinn í brekkunni fram undan gerði vonir okkar félaganna um áframhaldandi ferð á bíl að áfangastað að engu. Fram til þessa hafði ferðin gengið áfalla- laust. Að vísu hafði verið talsverð hálka á þjóðvegi eitt og eftir að honum sleppti hafði snjóþæfingur og sums staðar um- brotafæri, þar sem grípa þurfti skóflu, tafið nokkuð för okkar. Á þessu höfðum við átt von. Undanfarið hafði kyngt niður miklum snjó svo að farið var að tala um veturinn sem sannkallaðan snjóavetur. Kannski engin furða þegar haft var í huga að árið var rétt nýhafið og langur tími til vors. Ég leitaði álits félaga minna á stöðunni og komst að því að þeir voru sama sinnis og ég. Lengra yrði ekki komist á bíl. Þessi ferð var farin fyrir daga stóru og breiðu dekkj- anna sem í seinni tíð og við svipaðar kring- umstæður hafa gert okkur kleift að fara þessa leið án teljandi erfiðleika með því að hleypa vindi úr þeim að nútímasið sannra jeppamanna, sem með þessum hætti fara yfir fjöll og firnindi án nokkurrar teljandi fyrirstöðu. Við festum á okkur gönguskíð- in sem við höfðum verið svo forsjálir að taka með okkur, öxluðum okkar skinn og héldum inn dalinn. Framundan var um það bil 6 km strembin ganga, öll á fótinn, sem við vissum að fenginni reynslu að væri tímafrek. Veðrið var ákjósanlegt. Hæg norðaust- anátt og talsvert frost sem beit nokkuð í andlitið. Hvítur snjómöttullinn huldi hæðir og lægðir svo rækilega að hvergi sá á dökk- an díl. Um himinhvolfið sigldu hvítkembd- ir skýjaflákar hátt í lofti, sem gátu verið fyrirboðar snjókomu eða élja. Við vorum bjartsýnir þar sem við sigum hægt og bít- andi inn dalinn, enda kannski ekki ástæða til annars. Veðurstofan spáði hægri norð- austanátt, fremur léttskýjuðu og vægu frosti. Auk þess var tungl í fyllingu en það töldum við mikilvægast af öllu. Áfangastaður okkar var Skothúshæð, innarlega í dalnum. Þar eigum við veiðihús (skothús 4 m2) sem við notum á vetrum til refaveiða og stuðlum þannig að því að halda hjörð refa á svæðinu mátulega stórri. Eftir tæplega tveggja klukkustunda göngu náðum við til skothússins. Á leið- inni höfðum við hvað eftir annað rekist á refaslóðir í mjúkum snjónum. Þetta gaf fyrirheit um að nóttin gæti orðið spennandi og ekki minnkaði eftirvæntingin þegar við litum til ætisins. Mikið snjóupprót og hár- flygsur út um skafl gáfu til kynna að hér hefðu refir leitað fanga nýlega og trúlega fleiri en einn. Skaflinn, sem huldi ætið, hrosshausa sem við höfðum lagt út fyrir refina, var orðinn svo þykkur að til þess að ná til matarins höfðu þeir grafið alldjúp göng. Refir eru einkum næturdýr, þ.e.a.s. þeir ferðast aðallega um á nóttunni í fæðuleit og öðrum tilgangi og hafa þá oft lagt langar vegalengdir að baki þegar morgnar. Á dag- inn leita þeir gjarnan afdreps og hvíldar í grenjum og gjótum, undir steinum eða klettum. Sjón þeirra er í góðu lagi og þeir heyra með afbrigðum vel. En lyktarskynið er þó mesta gersemin af skilningarvitunum og það sem þeir treysta mest á í lífsbaráttu sinni. 16 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.