Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 23

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 23
Frá „opnu húsi“ sl. vetur. FRA SKEMMTINEFND SVFR Vetrarstarfið er hafið. Skipan fræðslu- og skemmtinefndar er óbreytt frá í fyrra. í henni eru Bjarni Ragnarsson, Árni Eyj- ólfsson, Jóhann Steinsson og Jón Ingi Ágústsson. Árshátíðin I störfum ber hæst undirbúning árshátíð- ar SVFR. Hún verður haldin á Hótel Sögu laugardaginn 10. febrúar. Ánægjan með árshátíðina í fyrra var geysimikil og sann- aðist það enn og aftur að Hótel Saga bregst ekki þegar halda skal glæsilegustu veislu ársins. Opið hús Af aðsókninni má ráða að það nýtur sívaxandi vinsælda að hafa „opið hús“. Skemmtinefndin leitast við að brydda upp á ýmsum nýjungum í dagskránni. I vetur verður fimm sinnum „opið hús“. Sam- kvæmt venju er það látið bera upp á fyrsta föstudag hvers mánaðar, frá desember og fram í maí. Á „opnum húsum“ er kjörið tækifæri fyrir stangaveiðimenn til að hitt- ast, kynnast og skiptast á fróðleik um áhugamál sitt. Fluguhnýtingar í fyrra var farið af stað með fluguhnýt- ingakvöld. Ákveðið er að halda í vetur þrjú fluguhnýtingakvöld. Tilvalið er fyrir byrj- endur og þá, sem lengra eru komnir, að læra og æfa hnýtingalist undir handleiðslu sérfróðra hnýtara. Fyrsta hnýtingakvöldið verður 6. mars. VEIÐIMAÐURINN 23

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.