Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 28

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 28
Uppsveifla í vatninu — Hvernig sérð þú fyrir þér að hægt verði að byggja upp urriðastofninn í Soginu? „Ég held að menn eigi að byrja á því að kanna hvort riðmöl vanti í árfarveginn. Ef Ósvaldur Knudsen meðfallega silungsveiði úr Soginu. að það kemur í ljós að slíka möl skortir þá verður að aka henni þangað. Það kostar eitthvað af peningum sem er sjálfsagt að Landsvirkjun greiði. Ég veit að urriðinn er þar enn til staðar. Ég veit að menn eru farnir að veiða talsvert meira af honum upp á síðkastið en áður var. Sumir segja að vísu að það sé vegna þess að sleppt var ein- hverjum tugum þúsunda urriða af Öxarár- stofni í vatnið. Ég dreg reyndar í efa að það sé skýringin því sleppifiskurinn er ekki orðinn 10-14 punda þungur, eins og fisk- arnir sem farnir eru að veiðast. Hitt tel ég sennilegra að almenn uppsveifla sé í Þing- vallavatni núna, menn eru farnir að veiða þar meira af bleikju nú en áður og hefur þróunin verið í þessa átt undanfarin ár. Fyrir tveimur árum voru menn að veiða mikið af hálfs punds bleikju, í fyrra var mikið um hálfs annars punds bleikju og ég spái því að næsta sumar verði talsvert mik- ið af bleikju á Þingvöllum." „Steingrímsstöðin var hið stóra slys“ Össur hefur lengi verið ákafur silungs- veiðimaður. „Égveiði alltaf dálítið, reynd- Sveinn Benediktsson og Benedikt Sveinsson, sonur hans, með fiska úr Efra-Sogi. Myndin er tekin áriðl937, en Benedikt Sveinsson, Alþingis- forseti, veiddi þessafiska. ána með sterkum flaumnum. Það gerðist reyndar einu sinni að veiðimaður uggði ekki að sér og straumurinn hreif með sér bæði mann og bát og fannst maðurinn síðar drukknaður langt niðri í Sogi. En það var þarna sem menn fengu stórurriðann og síðla hausts veiddust alltaf þarna fiskar, á milli 15 og 20 punda þungir, og nánast á hveijum einasta degi. Efra-Sogið er alveg ein- stakt vatnsfall, það eru mjög fá straumvötn sem komast í hálfkvisti við það. Þar koma bæði til staðhættir í ánni sjálfri, en einnig getur fiskur- inn leitað út í vötnin í fæðu- leit“. 28 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.