Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 32

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 32
stofnsins í Efra-Sogi, en rétt norðan við ána voru a.m.k. fjórar hrygningarstöðvar annarra stofna. En urriðarnir úr öllum þessum stofnum syntu einfaldlega fram hjá ánni á leið sinni á sínar eigin hrygningar- stöðvar, og það tók, eins og ég sagði áðan, a.m.k. hálfa öld fyrir urriðann að nema Ölfusvatnsána á nýjan leik. Maður veltir því auðvitað fyrir sér hvort það yrði eins með Efra-Sog. A móti kemur að það er svo kjörið urriðasvæði að e.t.v. gæti landnám- ið gengið hraðar fyrir sig. Og það er alveg ljóst að ef farið verður út í þetta þá mun stórfiskastofninn koma upp aftur. Stórurr- iðinn er reyndar enn til og slíkir fiskar veið- ast alltaf öðru hvoru. Eg man sjálfur eftir því árið 1982, þegar yngri bróðir minn veiddi 14 punda urriða í Vatnsvikinu, en sá fiskur var úr þessum stofni, — hundgamall hausstór urriði og þótt hann hafi verið 14 pund þá hefði hann örugglega verið vel yfir 20 pund í sínu rétta og eðlilega umhverfi. Það eru heimildir til um urriðann í Efra- Sogi. Þetta hefur alltaf verið gríðarlegt veiðisvæði. Stóri urriðinn, sem veiddist víða í vatninu, er auðvitað kominn frá Sog- inu. Fyrir virkjanirnar var þetta ótrúlegt veiðisvæði og reyndur maður, eins og Sveinn Benediktsson, sem átti veiðiréttinn fyrir Kaldárhöfða, sagði að mót Efra-Sogs og Úlfljótsvatns, þar sem heitir Straumur- inn, hafi verið mesta og besta silungsveiði- svæði á öllu landinu. Hann hefur reyndar leitt getum að því að Úlfljótur lögsögu- maður hafi haft bústað sinn við Úlfljóts- vatn, einmitt vegna þess hve góð silungs- veiðin var þarna og af þessum fornfræga manni dragi vatnið nafn sitt.“ „Þegar menn byggðu virkjanirnar í Sog- inu hækkaði vatnsborðið og þá fór að rofna úr bökkunum og Straumurinn hvarf sem veiðisvæði. Við þetta landrof fannst haug- ur þar sem ríkmannlega búinn fornmaður hafði verið heygður ásamt ungum dreng. Þeir sem höfðu heygt fornmanninn höfðu lát ið veiðitól hans í hauginn með honum og þar fannst veiðibátur og fyrsti öngullinn sem fundist hefur á Islandi. Haugurinn er sennilega frá því skömmu eftir landnám sem sýnir að veiði hefur verið stunduð í Soginu frá örófi alda.“ Eftirlæti breska aðalsins Þegar kom fram á síðustu öld var Efra- Sog orðið frægt svæði um Evrópu fyrir sak- ir góðrar urriðaveiði, en þá voru menn ekki farnir að leggja þennan mikla þunga á laxveiðina. Eg get nefnt það að breski að- allinn, sem er sá þjóðfélagshópur sem þróaði fram stangaveiðina, lagði mest upp úr því að veiða urriða. Og þegar maður skoðar heimildir um það hvernig stanga- veiðin varð til þá kemst maður að því að þegar breskir aðalsmenn, sem alltaf höfðu nægan tíma, nóg af peningum og þjóna og þræla á hverjum fingri, skrifuðu bækur sín- ar um veiðiskap, fjölluðu þeir mest um urriðaveiðar. Menn veiddu urriða og sjó- birting víða í Englandi og Skotlandi, en þar eru víða góðar silungsveiðiár. En þegar menn vildu komast í verulega fínan urriða, þá hafði frægð Efra-Sogsins og Þingvalla- vatns borist þangað út og menn byrjuðu strax upp úr miðri síðustu öld að koma til íslands til veiða. Þetta voru breskir aðals- menn, breskir háklerkar og auðjöfrar sem komu hingað og veiddu. Segja má að fyrsta ferðaþjónustan á Islandi í kringum útlend- inga hafi sprottið upp í kringum þetta svæði, því þá hófu bændur í sveitinni að koma upp bændagistingu. Og ekki nóg með það. Þessi þjónusta var líka auglýst í erlendum blöðum. Þannig voru auglýstar ferðir í ýmsum blöðum í Englandi þar sem sagt var frá því að Efra-Sog væri besti veiðistaður á Islandi. Boðið var upp á hestaferðir þangað og menn gistu á bæjun- 32 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.