Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 33

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 33
um á bökkum Sogsins, eða í smáhýsum sem reist voru við bæina, sérstaklega fyrir útlendingana. Þegar Bretarnir skrifuðu síðan ferðabækur sínar þá lýstu þeir Efra- Soginu og í Þingvallavatni sem algerri paradís veiðimannsins. Ég get nefnt að í einni ferðasögunni segir frá ungum manni sem fór til veiða í Efra-Sogi með föður sínum. Þeir feðgar veiddu tuttugu til þrjá- tíu væna urriða á hálftíma og hættu þá veið- inni, — því þetta voru séntilmenn — en að henni lokinni skutu þeir sér nokkrar lóur og endur sér til matar! I kringum aldamótin var haldin keppni í því hver gæti veitt stærsta urriðann í Evrópu og þá komu nokkrir ofurhugar hingað til veiða í Efra-Sogi og í Sogskjaft- inum. Þessu til viðbótar get ég nefnt að þegar náttúrugripasöfn úti í heimi vildu ná sér í stórurriða þá voru menn sendir hingað til að ná í hann,“ segir Össur. 32ja punda urriði? „Margar heimildir eru til hér á landi um þessa erlendu veiðimenn. Þannig sagði Tómas Guðmundsson skáld, sem uppalinn var á Efri Brú við Sog, frá því að enskur veiðimaður hefði á sama deginum veitt 27 punda urriða og annan 22 punda. Hann greindi líka frá því að hann hefði heyrt sagnir af því að annar enskur aðalsmaður sem þangað kom til veiða, hafi veitt 32 punda urriða í Efra-Sogi, sem er stærsti fiskur sem sæmilegar heimildir eru til um að veiðst hafi þarna. Það eru samt heimild- ir til um stærri fiska, t.d. um tvo 30 pund- ara. Það er greinilegt að það hafa verið gríðarlegar skepnur þarna. Menn draga hins vegar í efa að þarna hafi verið svona mikil veiði. Þegar maður hins vegar les einu skráðu heimildirnar um veiðina á þessu svæði, veiðibækur og dag- bækur Jóns Ögmundssonar frá Kaldár- höfða kemur hið sanna í ljós. Veiðin hjá honum var ótrúleg. Jón veiddi sjálfur 26 punda urriða á stöng nokkrum dögum áður en síðari heimsstyrjöldin byrjaði og oft greinir hann frá því að hann hafi verið að veiða fiska yfir 20 pund. Oft veiddi hann marga stórurriða daglega, fiska yfir 10 pund. Ég minnist þess að á einum stað segist hann hafa farið þrisvar sama daginn í „rennsli“, þá réri hann á báti fyrir Sogs- kjaftinn og í hvert einasta skipti reif hann upp einn stórurriða, fiska á bilinu 11 til 20 pund. I fjórða og síðasta rennslinu sleit hjá honum stórfiskur og þá nennti hann ekki meiru og fór heim. Síðar um daginn hélt hann svo til veiða á ný og fékk þá ellefu urriða á bilinu 10 til 20 pund. Svona var veiðin þarna, því stóri fiskurinn gekk á haustin niður í Efra-Sog. Stærsti urriðinn veiddist yfirleitt í ágúst og september.“ „Risavaxinn sporður“ „En Jón Ögmundsson veiddi líka yfir veturinn þar sem heitir Skútavík, sem er austan megin við Sogskjaftinn og þar var hann iðulega að rífa upp stórfiska, suma í net en aðra á dorg. Yst í víkinni er stór bergstallur, sem nær ekki upp í yfirborðið, og virtist skúti vera þar undir. Er það haft eftir Jóni að þar hafi hann oft séð risavaxna sporða standa framundan klöppinni, og það sama segir Óskar bróðir hans. Það var úr þessari holu sem hann var að taka stóra urriðann,“ segir Össur og það er nú kom- inn veiðiglampi í augun á honum. Það er ekki laust við að tíðindamaður Veiði- mannsins hafi smitast af honum líka, það þarf reyndar ekki mikið til, en hvort unnt verður að endurskapa þær draumaaðstæð- ur sem fyrir hendi voru í Efra-Sogi verður að koma í ljós síðar. Vonandi er ekki spurning um hvort í það verður ráðist, heldur hvenær. VEIÐIMAÐURINN 33

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.