Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 38

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 38
ÓLAFUR E. JÓHANNSSON Fyrsta ferðin Gömul veiðisaga Hann var kaldur þessi desembermorg- unn. Rúður bílanna voru hélaðar og það stirndi á þá í tunglsljósinu svo líkast var því að þeir væru þaktir milljón stjörnum. Heiðskírt var og stjörnubjart þótt þess væri skammt að bíða að sindur stjarnanna léti undan síga fyrir vaxandi dagsbirtu sem enn sáust þó engin merki um á austurhimnin- um. Það brakaði í snjónum þegar ég gekk heim til feðganna og skrjáfið í plastpokan- um með nestinu og hitabrúsanum vitnaði og um kuldann; plastið stirðnaði í kuldan- um á vegferðinni enda þótt heimili veiðifé- laga minna væri aðeins steinsnar frá mínu. Karlinn hafði boðið mér með sér og stráknum sem var árinu yngri en ég og skólabróðir minn í gagnfræðaskólanum. Strákurinn hafði nokkrum sinnum fengið að labba með föður sínum í léttum göngu- ferðum til rjúpna, en ég hafði aldrei farið í slíka ferð. Þess vegna var tilhlökkunin mikil og eftirvæntingin slík að mér hafði gengið illa að sofna kvöldið áður, skiljan- legt ástand hjá sextán ára unglingi sem ný- lega var farinn að handleika skotvopn og þá aðeins undir handleiðslu sér eldri og reyndari manna. Megnið af sumarhýrunni hafði farið í spánska tvíhleypu sem hafði sannað sig um haustið, þegar tvær gæsir höfðu fallið fyrir henni í jafn mörgum ferð- um en mun fleiri skotum. Byssan beið nú á heimili feðganna ásamt skotapakka sem ég hafði önglað saman fyrir, en reyndar feng- ið annan til að kaupa fyrir mig, — „Eley 32ja gramma númer sex, það er málið,“ hafði afgreiðslumaðurinn sagt um leið og hann skellti pakkanum á búðarborðið og rukkaði um vasapeninga heillar viku í end- urgjald fyrir skotfærin. Það var ljós í eldhúsinu þegar ég bankaði létt á gluggann til þess að vekja ekki alla í húsinu með því að hamast á dyrabjöllunni. „Þú er snemma á ferð,“ sagði karlinn við mig kankvís um leið og hann leit á klukk- una. Eg skildi sneiðina þótt ekki væri frek- ar haft orð á þessu, því ég var örugglega þremur korterum á undan áætlun. „Eg vildi ekki láta ykkur bíða eftir mér,“ sagði ég til skýringar um leið og mér var boðið inn í eldhús, þar sem félagar mínir voru að fá sér morgunmatinn. „Fáðu þér bita með okkur,“ sagði karlinn um leið og hann ot- aði að mér kjarnmeti því sem hann taldi undirstöðu þess að geta gengið heilan dag á rjúpu; Síld, rúgbrauði, kæfu, sviðasultu og lýsi. „Éttu þetta og ekkert múður, ég ætla ekki að þurfa að halda á þér í bílinn kvöld, “ sagði leiðangursstjórinn í slíkum skipunar- tón að ekki var annað fært en að hlýða. Morgunmaturinn hristist og skalf í mag- anum á mér þar sem ég hossaðist í köldum Land Rover jeppanum þegar við ókum fram Mosfellsdalinn í morgunskímunni. Það var héla og móða á hliðarrúðunum innanverðum, en vel sást út um framrúð- una hvernig geislinn úr framljósunum elti bugðurnar á veginum. Fyrsta merkið um að rjúpa væri á veiðislóðinni sáum við í því bili sem við ókum inn í þjóðgarðinn á Þing- völlum. Rjúpa tók sig upp við vegarkant- inn og flaug augnablik í skini bílljósanna en sveigði síðan upp í hlíðina á vinstri hönd. „Vertu ekki að hugsa um þetta,“ sagði karl, „ég ætla ekki að skjóta hér í þjóðgarð- 38 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.