Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 41

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 41
hana og hún féll í snjóinn þar sem fljótlega myndaðist rauður blettur af blóði hennar. Fuglinn kipptist lítið eitt til í dauðateygjun- um, en eins og rjúpnaveiðimanni sæmir batt ég hann í spotta sem ég festi við beltið. Dinglaði hann þar það sem eftir lifði dags og skreytti buxurnar blóðblettum sem urðu brúnleitir þegar blóðið storknaði. Laust fyrir miðjan dag örkuðum við strákarnir síðan í átt að bílnum, hvor með sína rjúpuna, og vorum reyndar nokkuð hreyknir báðir. Þarna hafði ég skotið mína fyrstu rjúpu og það á „flugi“ og félagi minn hafði náð sínum fyrsta fugli skotnum á flugi. Það var mér því nokkuð undrunar- efni þegar það mátti skilja á karlinum að dagurinn hefði ekki verið neitt sérstakur í rjúpnalegu tilliti. „Ég náði ekki nema tutt- ugu-og-eitthvað greyjum," sagði hann lítil- látur um leið og hann setti þrjár vænar rjúpnakippur í bílinn. Pað fór ekki mikið fyrir minni rjúpu þar sem hún lá við hliðina á hrúgunni, sem hann hafði aflað, en samt fékk ég hrós fyrir og klapp á kollinn og yfirlýsingu um að þetta væri ekki svo afleit byrjun. „Þú verður kannski veiðimaður ein- hvern tímann,“ sagði hann. „Það hafa margir byrjað verr en þetta.“ Heimferðin var tíðindalaus en þegar heim var komið hvarf karl ofan í kjallara, en kom til baka að vörmu spori með góða rjúpnakippu í höndunum sem hann rétti mér um leið og hann sagði: „Heldur þú að þetta sé ekki nóg í matinn handa ykkur? Færðu henni mömmu þinni þetta þegar þú kemur heim!“ Það var vígreifur veiðimaður sem arkaði inn heima hjá sér, skellti rjúpnakippu á eldhúsborðið og sagði: „Hæ, mamma, ég var á rjúpu.“ Höfundur er fjölmiðlamaður

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.